Færsluflokkur: Ljóð

Orð dagsins - lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.

Páll Ólafsson
1827-1905

mbl.is Fyrstu stelkarnir sáust í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - Nafnagáta

Mig minnir að karl faðir minn hafi laumað þessari vísu að mér. Í hverri línu er að finna eitt karlmannsnafn:

Einn í dufti ávallt skríður
annar skort á mörgu líður
oft hinn þriðja eykir draga
auga úr kind vill fjórði naga
er sá fimmti aðkomandi
ætla ég sjötti í veggnum standi
sjöundi gamall alltaf er
áttunda á hverri nál þú sérð
níundi múgur nefnist manns
nafn ber tíundi skaparans
ellefti verður aldrei beinn
á þeim tólfta er saur ei neinn.


Orð dagsins - Lífið er saltfiskur

Já lífið er saltfiskur. Við höfum oft heyrt þetta en hvaðan kemur þessi speki? Hver sagði þessi fleygu orð? Ef þið hafið svarið skellið því þá í athugasemdirnar.

Veðurblíða - Orð dagsins

Undanfarna daga hefur verið einmuna veðurblíða á öllu landinu. Veðrið og útsýnið er ég flaug frá Egilsstöðum til Reykjavíkur s.l. laugardag var frábært og flugið eftir því. Tók m.a. meðfylgjandi mynd úr flugvélinni. Náttúrufegurð landsins okkar er einstök og því helga ég Íslandi orð dagsins.

Ísland er land þitt

Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.

Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.

       Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir

 

???


Orðið í dag - Vísnagáta aftur

María vinkona mín Bjarnadóttir er mjög hrifin af vísnagátum og var ekki lengi að leysa þessa með asnann en hvernig skyldi henni ganga núna? Á www.djupivogur.is er að finna nokkrar vísnagátur, m.a. þessa er fer hér á eftir. Sama orðið er að finna í öllum línunum ( lína 2 er erfið nema fólk sé kunnugt staðháttum í Berufirði ).

Verður augum oft að bráð,
austan Berufjarðar sést.
ferðast vítt um loft og láð,
læra milli unir bezt.

endilega skellið hugmyndum að svari í athugasemdir.

 

 


Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband