Færsluflokkur: Ferðalög

Hiroshima

Þann 6. ágúst 1945, klukkan 08:15, sprakk fyrsta kjarnorkusprengjan sem notuð var gegn mannkyninu tæplega 600 metra hæð yfir miðborg Hiroshima. Á augnabliki rústaðist borgin og hátt í 100000 manns týndu lífinu. Tala sem átti eftir hækka um tugir þúsunda á næstu árum vegna áhrifa sprengingarinnar. Mannvonskan hafði tekið á sig nýja mynd.

Heimsóknin til Hiroshima var magnþrungin og tilfinningarík. M.a. skoðuðum við Hiroshima Peace Memorial Museum. Á safninu má sjá hversu ótrúlegt þetta hefur verið, myndir, munir o.fl. Ólýsanlegt í rauninni.

MiðborginIMG 1128 (Large) fyrir og  IMG 1130 (Large) eftir


Eysteinn san í Japan

Reyndar er það Eysteinn sensei, því hér í Nippon eru kennarar ofarlega í virðingastiganum og því bæta Japanir orðinu sensei fyrir aftan nöfn okkar. Já dagskrá heimsóknarinnar til Japan hófst formlega í dag. Við erum 77 í mínum hópi og frá 25 löndum. Í rútuferð í dag sat ég t.d. hjá aðstoðarskólastjóra frá Eþíópíu. Í skólanum hans eru rúmlega 5000 nemendur! Bekkjardeildirnar eru líka örlítið fjölmennari en hjá okkur eða á bilinu 52 - 64! Síðan sat ég frá kollega frá Uzbekistan og Kazakstan á fyrirlestrinum í dag, svo eru þarna m.a. kennarar frá Úganda, Íran, El Salvador, Sri Lanka, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Tonga, Austurríki, Írlandi ofl. o.fl. á morgun förum við til Hiroshima, verðum þar í eina nótt, síðan tvær nætur í Kyoto, þá verður hópnum skipt upp og ég verð 5 daga í Ogaki-Gifu. Í síðasttöldu borginni heimsæki ég skóla og gisti m.a. inn á japönsku heimili í tvær nætur. Fór í tveggja klukkustunda japönsku kennslu í dag - svaka fjör.

Sayoonara Wink


Orð dagsins - Japan ここに私は来る

„Ðis is ðe jappanííís embassy“ sagði mjóróma kvenrödd í gemsanum mínum um daginn.  Ég horfði undarlegum augum á símann. „Hvað er nú þetta“.  Þögnin var að verða vandræðaleg og röddin hinu megin ætlaði greinilega að fara að segja. Þá rann upp fyrir mér ljós! “ Aaaaa. The Japanese Embassy“. „Yes“, var svarað hinum megin á línunni. „My name is Takaámóti“.  „I´m calling you about the school study program in Japan“. Aftur varð ég hljóður í smá stund, Takaámóti það getur enginn heitið því nafni.  En okkur tókst þó að halda samtalinu áfram, á ensku. „Geturðu komið í viðtal á morgun“.  Ég útskýrði fyrir stúlkunni ( já Takaámóti er stúlka ) að ég ætti heima hinum megin á landinu. Þegar hún hafði spurt um fjarlægð og ég svarað „um 800 km“. „Hvað ertu þá lengi að keyra“?!! Woundering En hvaða símtal er þetta og af hverju er ég að blaðra um það hér.Forsaga símtalsins er sú að nýlega auglýstu japönsk stjórnvöld þrjá styrki til námsheimsókna til Japans þar sem markmiðið er að kynnast menntakerfi, menningu og þjóðfélagsmálum. Styrkirnir eru ætlaðir framhaldsskólakennurum og kennurum í 8. - 10. bekk grunnskólans. Heimsóknin mun standa í 14 daga og er gert ráð fyrir rúmlega 200 þátttakendum frá tæplega 60 löndum. Jæja ég sótti um – flaug til Reykjavíkur 09:30 - fór í viðtal í japanska sendiráðið klukkan 12:00, viðtalið tók um 25 mínútur  þar sem sendiherrann, Takaámóti og önnur kona tóku við mig viðtal – tók svo 16:00 vélina heim aftur – kíkti í tölvupóstinn um kvöldið og.................... Japan ここに私は来る eða bara Japan hér kem ég! Þá er bara að hefja japönsku tímana: Halló – Konnichiwa. ichi – ni – san – shi – go eða 1 – 2- 3 - 4 – 5 By the way, stúlkan heitir reyndar ekki Takámóti, sá í tölvupóstinum að nafnið er Tamoko Smile    Sayonara

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband