Orð dagins - nafnið Draupnir

Gísli félagi minn Gíslason ( http://gisligislason.blog.is/blog/gisligislason/ ) skrifaði nýlega um sjaldgæf nöfn. Síðan þegar vinur okkar hann Draupnir Rúnar brilleraði bætti Gísli við færslu þar sem fram kemur að  pabbi Draupnis hafi verið fyrstur Íslendinga til að bera nafnið! En hvaðan kemur nafnið og hvað merkir það.

Draupnir þýðir "sá sem af drýpur". Draupnir er ( eða var ) gylltur hringur Óðins í norrænni goðafræði. Hringur þessi var þannig í gerðinni að níunda hverja nótt drupu af honum átta aðrir gullhringir. Aðrir einkennisgripir Óðins eru atgeirinn Gugnir, hrafnarnir tveir Huginn og Muninn og hinn áttfætti hestur Sleipnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Knús...

SigrúnSveitó, 29.4.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég velti fyrir mér hvaða Sóla heitin fékk nafnið Draupnir.  Hún hefur fengið nafnið úr norrænni goðafræði. 

Gísli Gíslason, 29.4.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Norræna goðafræðin lumar á mörgum fallegum nöfnum. Enda sækja margir í þá nafnaflóru. T.d. varðskipin Óðinn, Þór og Týr. Sælgætisgerðin Freyja og sápuverksmiðjan Frigg. Erfðatæknifyrirtækið Urður, Verðandi og Skuld, o.fl., o.fl.

Eysteinn Þór Kristinsson, 29.4.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú minnist á nöfn skipa og fyrirtækja úr goðafræðinni Eysteinn. Ég hef einmitt grun um að nafnið Draupnir sé eldra sem bátsnafn en mannsnafn.

Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband