Ísland er land þitt

Hvar er þetta?

Ljósmyndari: Eysteinn Þór | Tekin: 15.3.2008 | Bætt í albúm: 17.3.2008

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta Öræfajökull? Sastu í sæti 2A á leið suður daginn fyrir Pálmasunnudag?

Sigrún Júlia (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Held reyndar að þetta sé Brúarjökull. Var það ekki þarna sem jeppi fór niður hlíðina með tvo veður- eða jarðfræðinga innanborðs? Bæði sluppu heils heilsu. Var aðeins aftar ef ég man rétt, en ótrúlega var veðrið flott!

Eysteinn Þór Kristinsson, 31.3.2008 kl. 21:01

3 identicon

Já, he he. Þetta eru flottar myndir og ég kaupi það alveg að þetta sé Brúarjökull. Giskaði bara á eitthvað líklegt á flugleiðinni .

Sigrún Júlia (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:41

4 identicon

Þetta eru Kverkfjöll, á milli Brúarjökuls í austri og Dyngjujökuls í vestri, mesta hæð yfir sjávarmáli 1929m. Þar er mikið jarðhitasvæði og eru fjögur þeirra sérstaklega kortlögð. Skammt norðan við Kverkfjöll er Sigurðarskáli í um 1295m, þangað er þokkalegt jeppafært að sumri. Norðan Brúarjökuls er ma. Kringilsárrani. Kringilsá rennur þaðan um Brúardali, vestar er Sauðafell, Tröllalækur og Sauðá. Þessi þrjú vatnsföll sameinast síðan í Jökulsá á Dal er rennur til Héraðsflóa. "Kárahnjúkalón" er nú nánast yfir öllu áðurnefndu svæði og virkjunarframkvæmdir hafa ma. breytt því að stór hluti þessa vatns mun renna til Lagarfljóts en samt sem áður enda í Héraðsflóa.

Undan Dyngjujökli rennur Jökulsá á Fjöllum með Krepputungu í austri en Holuhraun í vestri. Kreppa rennur frá Brúarjökulssvæðinu og sameinast Jökulsá á Fjöllum skammt frá Herðubreiðarlindum, Jökulsá rennur síðan til Öxarfjarðar.

Austan við þessi svæði er síðan Eyjabakkajökull og Eyjabakkar, sem ég vona að verði aldrei settir undir vatn. Frá Eyjabakkasvæðinu fær ma. Jökulsá í Fljótsdal vatnsmagn sitt og rennur í Lagarfljót og til Héraðsflóa. Allt þetta svæði hefur og mun taka miklum breytingum með Kárahnjúkavirkjun. Áðurnefnd svæði eru ma. nefnd Austur,- og Vesturöræfi.

Jon Ingi Kr. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 12:12

5 identicon

Humm, já jæja, ef þetta eru ekki Kverkfjöll þá bið ég um að vera leiðréttur, en ég gleymdi að minnast á fólkið sem hrapaði fram af fjallinu í bílnum. Þetta var Grímsfjall sem bíllinn fór fram af, og Grímsvötn þar undir. Grímsfjall + Grímsvötn eru nær beint suður af Kverkfjöllum inni á miðjum Vatnajökli. Fólkið, karl og kona, slapp ótrúlega vel frá þessum háska, en konan slasaðist allmikið, en mun hafa náð sér vel. Þegar þetta átti sér stað var algjör blinda, þau óku í suður í stað norður, þveröfuga átt!!

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Rétt hjá þér Jón Ingi! Vel gert.

Eysteinn Þór Kristinsson, 16.5.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband