Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Orð dagsins í dag - Ýmir

Í dag er 1. apríl og yngsti sonurinn er 8 mánaða gamall. Já tíminn líður hratt ( á gervihnattaöld..... ), ótrúlega gaman að verða pabbi aftur svona á gam... meina þessum aldriGrin. En orðið já - Ýmir, hver var það og hvaðan er nafnið komið. Ýmir var jötunn í norrænu goðafræðinni ( einnig nefndur Aurgelmir ), fyrsti jötuninn og frá honum eru allir jötnar komnir. Ýmir varð til þegar frost niflheims blandaðist eldum múspelsheims í ginnungagapi. Einnig varð kýrin Auðhumla til þegar þetta gerðist.  Eitt afkvæmi Ýmis eignaðist Bestlu Bölþórsdóttir. Hún eignaðist 3 afkvæmi með Bori, syni Búra, sonar Auðhumlu; Óðin, Vila og . Óðinn, Vili og Vé ákváðu síðar að skapa heiminn. Tóku þeir þá Ými, drápu hann og gerðu úr honum heiminn þannig:

  • Hold Ýmis varð að löndum.
  • Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum.
  • Bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum.
  • Beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum.
  • Höfuðkúpa Ýmis varð að himninum.
  • Augabrúnir Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð.
  • Heili Ýmis varð að skýjum.
  • Hár Ýmis varð að skógi
  • Geðsleg lýsing!

    En kappinn er kominn á fleygiferð og ekkert óhult eins og sést á myndinni. Smile

    IMG 3910 (Large)


Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband