Færsluflokkur: Enski boltinn

KFF - KA 0 -3, myndir

Okkar menn voru frekar daprir í dag gegn KA. Sigur KA strákanna var sanngjarn en kannski aðeins of stór. Þrjá lykilmenn vantaði í KFF: Jóa Benna, Andra Hjörvar og Daníel, og munaði svo sannarlega um þá. Fyrir vikið þurfti að endurskipuleggja miðju og vörn liðsins, eitthvað sem gekk ekki upp í dag. En það gengur bara betur næst, sumarið er búið að vera frábært og þetta var fyrsta tapið á Eskifirði í ár. Áfram KFF.

IMG 6865 (Large)

Menn voru þungt hugsi og neglur voru nagaðar!


Hörkuleikur! KFF óheppnir, en við höldum 2. sætinu!

Leikur KFF og Hauka var stórskemmtilegur. Tvö hörkulið þarna á ferðinni. Fjarðabyggð átti fleiri færi og voru óheppnir að sigra ekki. Tréverkið og glæsileg markvarsla bjargaði Hafnfirðingunum nokkrum sinnum. Haukamenn voru þó alltaf hættulegir í sóknum sínum en firnasterk vörn heimamanna stóð sig vel.............. nema einu sinni! Klaufalegt mark. Það skiptust á skin og skúrir í bókstaflegri merkingu í leiknum. Síðustu 10 til 15 mínútur fyrri hálfleiks fóru fram í gífurlegu úrhelli. Á myndunum í myndaalbúminu má vel sjá úrhellið. Rigningin fór líka illa með fókusseringu myndavélarinnar nokkrum sinnum. Njótið myndanna.
mbl.is Fjarðabyggð og Haukar skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn sigurinn á Eskifirði! Myndir frá leiknum.

Þetta var kannski ekki besti leikur sumarsins en..... who cares 3 stig í hús og strákarnir okkar komnir í 2. sætið. Frábært. Myndir frá leiknum í myndaalbúminu!

IMG 6372 (Large)

mbl.is Grétar tryggði Fjarðabyggð sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðafæri við toppinn en .. Selfoss - KFF 2-1

Ég sá því miður ekki nema síðustu 20 mínúturnar af leiknum. Strákarnir okkar pressuðu stíft í lokin en því miður vantaði herslumuninn. Ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur skal safna liði og taka bara næsta leik! Á fimmtudaginn koma Þórsarar í heimsókn. Þórsararnir verða eflaust dýrvitlausir enda  gengið frekar illa í sumar. Vonandi finna kapparnir okkar aftur sigurandann. Áfram KFF!

 

IMG 5340 [Desktop Resolution]

 


KFF-HK 3-2 Myndir

Enn halda strákarnir þeirra Heimis og Palla að koma á óvart. Í dag var gengið frá HK, 3-2. Reyndar var alveg óþarfi að gera hlutina svona erfiða í lokin með því að leyfa HK að skora tvö frekar ódýr mörk. Fjarðabyggð var mun sterkara liðið í dag, leyfði HK - ingum að dúlla með boltann útá velli en keyrði síðan á þá með skyndisóknum. Héraðsstubburinn Tounge , hann er reyndar um 1,90 á hæð, Högni Helgason skoraði tvö fyrstu mörkin og Ágúst Örn skoraði síðan það þriðja. Mikil og góð barátta var í liðinu allan tímann. Komnir með 13 stig og á fullt í toppbaráttuna. Svo er bara að taka Selfoss um næstu helgi. Frábært strákar og til hamingju!

 

IMG 5240 (Large)


KFF-ÍR 4-3 MYNDIR

Flottur sigur hjá KFF í kvöld gegn sprækum ÍR-ingum, 4-3. Gummi Bjarna (ekki fyrrum bæjarstjóri) með tvö, Grétar Ómars eitt og Gústi skoraði svo sigurmarkið í blálokin eftir góðan undirbúning Stefáns Þórs :-) Myndir í myndaalbúminu!

(1-0, 1-1, 1-2, 2-2, 3-2, 3-3, 4-3)

IMG 5120 (Large)

 


KFF - ÍA 4-2 myndir

Það er vel við hæfi að byrja bloggið á frábærum sigri KFF manna í gær, uppstigningardag. Mér finnst reyndar óþarfi að eyða mörgum orðum á leikinn, úrslitin segja sína sögu. Liðið stóð sig frábærlega og leikskipulag þeirra Heimis og Palla gekk fullkomlega upp. Í myndaalbúminu eru myndir og látum þær bara tala sínu máli. http://eysteinn-thor.blog.is/album/kff__a_42/

 

IMG 4812 (Large)


Orð dagsins - Núll

Já það eru erfiðir tímar hjá okkur Arsenal mönnum þessa dagana. En eitt árið þurfum við að bíta í súra eplið og sitja eftir með sárt ennið! ( eða bara eins og einhver snillingurinn sagði, "...sitja eftir með súrt eplið...) Þriðja árið í röð og enginn titill = Núll. Við getum huggað okkur við það að við erum með skemmtilegasta liðið, en það er bara ekki nóg. Að sjálfsögðu viljum við titla líka. Eins og allir sem e-ð vit hafa á fótbolta hafa séð undanfarið vantaði bara eitt í liðið okkar undanfarið, lukkuna, en hún hefur gengið til liðs við hin liðin. LoL En aftur að orði dagsins, Núll. Núll er ansi merkilegur stafur, stundum merkir hann ekkert, ef við bætum núlli aftan við heila tölu tífaldast hún, ef núllin eru tvö þá hundraðfaldast tala. Skrítin tala þessi núll.  Ýmislegt fleira má segja um núll  t.d.:

Í stærðfræðinni er núll stundum markverð tala og stundum ekki.

Núll er slétt tala.

Núll er hvorki jákvæð né neikvæð tala.

Við Íslendingar höfum fengið núll stig í Júróvisjón ( held meira að segja tvisvar sinnum ).

Það hafa reyndar Norðmenn líka gert. 1980, hér er núll meira að segja síðasti tölustafur ártalsins, sendu Norðmenn þetta frábæra lag í Eurovision. Því miður fannst engum öðrum það frábært. Saminn Samid Ædnan fer hér á kostum, en því miður núll stig.

 

Á frjálsa alfræðiritsvefnum Wikipedia stendur eftirfarandi um núll:

Núll eða sifja er eina talan, sem hvorki er já- né neikvæð og er samlagningarhlutleysa. Táknað með tölustafnum 0. Telst af sumum til náttúrlegra talna. Orðið sifja á sér samt lengri sögu en orðið núll, og þekkist hún aftur til landnámsaldar.Orðið, rétt eins og nafn talna í íslensku er upphaflega komið úr arabísku, og er þar ritað „صيپر“, eða svo gott sem. Orðið hefur þó tekið sér bólfestu í fleiri málum en íslensku, en í ensku er það þekkt sem „cypher“, sem þýðir dulmál. Þó er ekki hægt að segja að annað hvort málið hafi þýtt merkinguna betur en hitt, því að orðið þýðir upprunalega „dulið“. Dulmál eru augljóslega dulin þeim sem að áttu ekki að geta ráðið þau, en enn fremur er talan 0 dulin öllum sem að leggja metnað í að reyna að skilja hana, þar með talið Aröbunum sem að byrjuðu að kalla hana sifju.Þessu orði er jafnan skeytt aftan við orð eins og nafn-sifjar og merkir þar tengsl, þ.e. hvaðan nafnið er upprunið. Önnur dæmi um þetta er ættsifjar og orðsifjar.Sifjar (eða Sif) var einnig ein Ásynjanna í norrænni goðafræði, og var kona Þórs. Það nafn er skylt sifjar, í þeirri merkingu þar sem það merkir mágsemdir eða tengsl, nafnið þýðir í raun frændkona.

 

en nú er ég farinn að bulla of mikið svo mál er að linni.


Brandari þetta víti.

Var að sjá vítaspyrnudóminn aftur. Hvernig í ósköpunum gat maðurinn dæmt víti á þetta!!!!!!!!
mbl.is Wenger: Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - EF

Já við Nallarar  verðum enn einu sinni á leiktíðinni að bíta í súra eplið.  Oft segjum við ef þetta........ og ef hitt...... Það á kannski vel við okkur Arsenal menn að segja nú ef....... Oft er sagt að mistök dómara jafni sig út yfir heilt tímabil. Ég held samt að við Nallarar hljótum að efast allavega um s.l. sex vikur en ansi margt hefur unnið gegn okkur á því tímabili. Þá kemur að þessu EF:

Í leiknum gegn Birmingham er Eduardo fótbrotnaði - vítaspyrna dæmd á Arsenal að venjulegum leiktíma loknum, var ekki víti - niðurstaðan 2 töpuð stig ( jafntefli í stað sigurs )

Í leiknum gegn Middlesboro - löglegt mark tekið af Arsenal, Boro menn skora ólöglegt mark - niðurstaðan jafntefli - 2 töpuð stig

Leikurinn gegn Chelsea - við töpuðum, Drogba jafnar með ólöglegu marki ef....... - niðurstaðan 3 stig töpuð??

Meistardeildarleikurinn gegn Liverpool á Emirates - dómarinn sleppti á einhvern óútskýranlegan hátt augljósri vítaspyrnu - niðurstaðan jafntefli í stað?? kannski sigurs, eftir hefði verið að skora úr vítinu!

Deildarleikurinn gegn Liverpool - áttum við að fá víti er Lucas togaði Fabregas niður?  Niðurstaðan jafntefli í stað ?? Fannst við reyndar ekki eiga neitt meira skilið en eitt stig.

Seinni meistaradeildarleikurinn gegn Liverpool - Púllarar fá víti í lokin, var það víti? Efþað var víti geta menn verið sammála því að við áttum að fá víti í hinum tveimur leikjunum gegn Liverpool.

Þannig að EF hlutirnir hefðu fallið aðeins betur með okkur undanfarið væri kannski staðan önnur - enn á toppi deildarinnar og kannski í undanúrslitum meistaradeildarinnar.

EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - 


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband