Veðurblíða - Orð dagsins

Undanfarna daga hefur verið einmuna veðurblíða á öllu landinu. Veðrið og útsýnið er ég flaug frá Egilsstöðum til Reykjavíkur s.l. laugardag var frábært og flugið eftir því. Tók m.a. meðfylgjandi mynd úr flugvélinni. Náttúrufegurð landsins okkar er einstök og því helga ég Íslandi orð dagsins.

Ísland er land þitt

Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.

Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.

       Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir

 

???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Þetta er lagið sem Jón Ingvi vildi syngja á öskudaginn!

Yndislegur texti, og kveikti sérstaklega í okkur meðan við bjuggum í Dk. Svo hljómar þetta oft í huga mér þegar ég nýt fegurðar Íslands.

Takk fyrir daginn ;)

SigrúnSveitó, 18.3.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Lang fallegasta ættjarðarlagið

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 18.3.2008 kl. 09:09

3 identicon

hmm já lagið er fallegt en ég held að fjallið sé hið íðifagra Snæfell. kv.

Salný (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Það var lagið Salný. Snæfell er það.

Eysteinn Þór Kristinsson, 18.3.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Hei þú ert að stinga mig af í bloggvinunum.

Auglýsi hér með eftir bloggvinum

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 18.3.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband