Orð dagsins - Nafnagáta

Mig minnir að karl faðir minn hafi laumað þessari vísu að mér. Í hverri línu er að finna eitt karlmannsnafn:

Einn í dufti ávallt skríður
annar skort á mörgu líður
oft hinn þriðja eykir draga
auga úr kind vill fjórði naga
er sá fimmti aðkomandi
ætla ég sjötti í veggnum standi
sjöundi gamall alltaf er
áttunda á hverri nál þú sérð
níundi múgur nefnist manns
nafn ber tíundi skaparans
ellefti verður aldrei beinn
á þeim tólfta er saur ei neinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er algjör gufa með svona gátur en held að 1. sé Ormur, 3. Vagn, 4. Hrafn, 5. Gestur, 6. Geir, 7. Karl, 8. Oddur, 10. Guðni, 12. Hreinn. hef ekki 2,9 og 11.

Salný (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:37

2 identicon

Einn í dufti ávallt skríður = Ormur
annar skort á mörgu líður =  Eiríkur
oft hinn þriðja eykir draga = Vagn
auga úr kind vill fjórði naga = Hrafn
er sá fimmti aðkomandi = Gestur
ætla ég sjötti í veggnum standi = Steinn
sjöundi gamall alltaf er = Karl
áttunda á hverri nál þú sérð = Oddur
níundi múgur nefnist manns = Lýður
nafn ber tíundi skaparans = Guðmundur, Guðmann...
ellefti verður aldrei beinn = Bogi
á þeim tólfta er saur ei neinn. = Hreinn

Flott vísa . Hvað er annars um að vera hjá þessu liði okkar? Merja Bolton manni undir, mar bara bra bra...úff .

Sigrún Júlia (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:53

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Glæsilegt stúlkur

Merja! Þetta var aldrei í hættu! Öruggur sigur

Eysteinn Þór Kristinsson, 29.3.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband