Orð dagsins - Meistaradeildin

Í gær hófust 8 liða úrslit meistaradeildarinnar með tveimur slökum leikjum, fjögurra lélegra liða......Wink  nei, nei auðvitað eru þetta allt frábær lið og maður á að sjálfsögðu alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum. Aðalleikurinn er þó í kvöld er mínir menn taka á móti Lifrarpollurunum á heimsins flottasta leikvangi, Emirates. Vonandi nær gestrisnin ekki lengra en að hliðarlínunni og við sendum þá aftur til bítlaborgarinnar með skottið á milli lappanna....... vonandi. Þetta verður eflaust hörkuleikur en go, go Gunners.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Sæll Eysteinn.

Megi betra liðið vinna eins og stendur einhversstaðar.

Þetta verður vonandi góður leikur með góðum dómurum sem fara ekki á taugum yfir því að það sé sett út á þeirra verk. Ég spái því þó að Liverpool vinni þennan leik mjög ósamgjarnt0-2 og vendipunkturinn verði sá að annars góður dómari leiksins hefði átt að reka Carra útaf eftir 15.mín leik þegar hann ver skot Adebayor á línu með hendi en dómarinn lætur leikinn halda áfram. Nú er röðin komin að ósamgjörnum sigriLiverpool, ekki satt

Kveðja frá Sir-inum

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Af tvennu illu þá held ég með Asernal, það var að vísu einu sinni uppáhaldsliðið mitt,en síðan fyrir margt löngu þegar Ardiles og Zokrates léku með Tottenham hefur það verið uppáhaldsliðið mitt.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.4.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Ég held að rauða spjaldið hafi átt að koma eftir 9 mín En við skulum vona að þetta verði hörkuleikur og ekkert vafasamt komi upp á. Þetta fer 3 - 0 fyrir okkur! Lifrarpollarnir hrynja á síðustu 7  mínútunum. Gallas skorar 1-0 í lok fyrri hálfleiks en Adebayor og Fabregas skora síðan í lokin

Elma við höldum að sjálfsögðu með liðinu í rauða búningnum.

Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 12:43

4 identicon

Sæll Eysteinn!  má til með að leggja orð í belg til varnar "mínum" tjahh eða Ingu mönnum! :D  Við erum mættar á íþróttapöbb bæjarins og greinilega mikil stemming í mönnum og þessum 2 konum sem eru mættar til að hvetja Poolara til dáða.  Önnur konan reyndar aðeins spenntari en hin þar sem ég mætti með laptoppinn til að stytta mér stundir :D  Megi betra liðið sigra!!

ragnhildur og inga hrönn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Hálftími liðinn og hörkuleikur í gangi 1-1 er samt leitt . Ragnhildur: biddu bara Ingu að hafa hemil á blóðþrýstingnum, sérstaklega þegar við förum í 3-1

Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 19:21

6 Smámynd: Einar Ben

hmm....

Poolarar mega þakka "besta varnarmanni sínum" (Bendtner Baunverja) fyrir að sleppa með 1-1 fyrir utan eitt lítið vító sem nallaranir áttu að fá, þetta gerir það sennilega að verkum að poolarar fara áfram og tapa fyrir chelski í undanúrslitum sem svo aftur á móti skít liggja fyrir (þegar þar að kemur nýkrýndum englandsmeisturum) Man Utd...... í úrslitaleiknum...... 

jamm og já.... 

Einar Ben, 2.4.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Einar minn, við mætumst í úrslitaleiknum í Moskvu - We will do it the Milan way ( vinnum í Lifrarpolli )

We will do you in Moscow

Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband