Eysteinn san í Japan

Reyndar er það Eysteinn sensei, því hér í Nippon eru kennarar ofarlega í virðingastiganum og því bæta Japanir orðinu sensei fyrir aftan nöfn okkar. Já dagskrá heimsóknarinnar til Japan hófst formlega í dag. Við erum 77 í mínum hópi og frá 25 löndum. Í rútuferð í dag sat ég t.d. hjá aðstoðarskólastjóra frá Eþíópíu. Í skólanum hans eru rúmlega 5000 nemendur! Bekkjardeildirnar eru líka örlítið fjölmennari en hjá okkur eða á bilinu 52 - 64! Síðan sat ég frá kollega frá Uzbekistan og Kazakstan á fyrirlestrinum í dag, svo eru þarna m.a. kennarar frá Úganda, Íran, El Salvador, Sri Lanka, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Tonga, Austurríki, Írlandi ofl. o.fl. á morgun förum við til Hiroshima, verðum þar í eina nótt, síðan tvær nætur í Kyoto, þá verður hópnum skipt upp og ég verð 5 daga í Ogaki-Gifu. Í síðasttöldu borginni heimsæki ég skóla og gisti m.a. inn á japönsku heimili í tvær nætur. Fór í tveggja klukkustunda japönsku kennslu í dag - svaka fjör.

Sayoonara Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Uss .. Þetta hljómar stór hættulegt allt saman

En hafðu það nú samt sem allra best þarna í útlandinu og ég bið kærlega að heilsa Vao Voo vini mínum, hann er dökkhærður og frekar lítill **

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 20.6.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Kannski svolítið skáeygður líka......? Skila kveðjunni.

Eysteinn Þór Kristinsson, 20.6.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Flottur Eysteinn Þór sensei. Gaman að lesa skrifa þeirra sem maður þekkir, frá svona fjarlægum slóðum. Gangi þér áfram vel vinur.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 22.6.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 62561

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband