blogg!!

Ég sagði fyrir rúmri viku að bloggfríi væri lokið. Það reyndist algjört kjaftæði. En nú er stefnan sett á betrumbætur! Reyndar hét ég því er ég fór af stað með síðuna að blogga aldrei á hefðbundinn hátt heldur vera með útúrsnúninga, æsa menn upp og þykjast voða merkilegur. Þetta heit mitt heldur ekki núna, því þetta verður "hefðbundið blogg" um s.l. viku. Nýliðin vika var alveg meiriháttar en mjög erfið líka. Eins og ég kom að áður fór ég til Keflavíkur þar sem næst elsti sonur minn, Maríus Þór, var fermdur á Pálmasunnudag. Síðan á skírdag var elsti stjúpsonur minn, Jón Þór, fermdur. Á laugardeginum var síðan önnur fermingarveisla fyrir Maríus ( norðfirski leggurinn Smile ). Allir sem haldið hafa fermingarveislur vita að þeim fylgir töluverð vinna, hvað þá að halda tvær á þremur dögum. En eins og ég hef sagt áður er ég kvæntur kjarnorku konu og allt gekk frábærlega. Auðvitað gátum við þetta ekki tvö og nutum við dyggrar aðstoðar systkina Lilju ( Sigrúnu, Alla og Maríu ), Maddýjar tengdó, Salnýjar svilkonu o.fl. Ólöf Ósk dóttir Sigrúnar var t.d. mjög dugleg að hjálpa til með litlu grislingana og Kobbi lét ekki sitt eftir liggja. Elsku vinir án ykkar hefði þetta ekki gengið - takk takk Kissing. Sigrún kom ásamt börnum strax á mánudeginum til að hjálpa, Lilja og tengdó voru þá búnar að baka töluvert en nóg var eftir enda töluvert á annað hundrað gestir væntanlegir, samanlagt! Veislan hans Jóns Þórs var síðan haldin í hátíðarsal Nesskóla en Maríusar veisla í Sigfúsarhúsi. Gengu veislurnar í alla staði frábærlega og fermingardrengirnir voru alsælir.  Meðfylgjandi er hér mynd af köppunum.

IMG_3772 (Large)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég segi nú bara líka; Takk Takk.  Fyrir frábæra viku! Elska ykkur.

SigrúnSveitó, 27.3.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 62609

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband