Færsluflokkur: Tölvur og tækni
23.6.2008 | 15:30
Internetið er frábært - Eysteinn sensei í Nippon
Það er erfitt að vera svona fjarri ástvinum og fjölskyldu. Sérstaklega með litla prinsa skoppandi um á heimilinu. Á stundu sem þessari er Netið alveg frábært. Ástkær eiginkona mín hefur sent mér frábærar myndir af fjörinu á heimilinu. Kíkið í fjölskyldu albúmið.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 06:41
Maður mánaðarins ( KK ) og dagurinn í dag, 30. apríl + www.1964.is
Í dag, 30. apríl, er 30 ár frá því að ég fermdist! Já ég endurtek 30 ár! Ég veit ég lít ekki út fyrir að vera deginum eldri en tuttuguog...... en svona bara er þetta. Til hamingju allir úr árgangi 1964! Þessara merku tímamóta verður minnst með frábæru fermingarbarnamóti um sjómannadagshelgina n.k. Og þá er komið að því að kynna mann aprílmánaðar en það er að sjálfsögðu félagi KK frá Sjónarhóli ( Kristján Jónsson Kristjánsson ). Það er margt hægt að segja um kappann en ég ætla að láta eitt duga. Hann er uppspretta óþrjótandi hugmynda! ( læt vera að segja hvað verður um þær allar ) Nýjasta afurð KK er vefurinn www.1964.is frábær hugmynd sem ég vona svo sannarlega að slái í gegn og Kiddi geti selt. Þetta er vefur árgangs 1964 hér í Neskaupstað, samanstendur hann af rúmlega 50 sjálfstæðum heimasíðum hvers og eins okkar úr árganginum. En sjón er sögu ríkari, endilega skoðið síðuna og gefið mér komment á hvað ykkur finnst. KK - maður apríl mánaðar.
Meðfylgjandi mynd er af hluta þessa frábæra árgangs, þeir sem fermdust fyrir hádegi.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar