Færsluflokkur: Bækur

Orð dagins - nafnið Draupnir

Gísli félagi minn Gíslason ( http://gisligislason.blog.is/blog/gisligislason/ ) skrifaði nýlega um sjaldgæf nöfn. Síðan þegar vinur okkar hann Draupnir Rúnar brilleraði bætti Gísli við færslu þar sem fram kemur að  pabbi Draupnis hafi verið fyrstur Íslendinga til að bera nafnið! En hvaðan kemur nafnið og hvað merkir það.

Draupnir þýðir "sá sem af drýpur". Draupnir er ( eða var ) gylltur hringur Óðins í norrænni goðafræði. Hringur þessi var þannig í gerðinni að níunda hverja nótt drupu af honum átta aðrir gullhringir. Aðrir einkennisgripir Óðins eru atgeirinn Gugnir, hrafnarnir tveir Huginn og Muninn og hinn áttfætti hestur Sleipnir.

Orð dagsins - Spakmæli

"Við erum góð í því sem við höfum gaman af að gera."

Orð dagsins í dag - Ýmir

Í dag er 1. apríl og yngsti sonurinn er 8 mánaða gamall. Já tíminn líður hratt ( á gervihnattaöld..... ), ótrúlega gaman að verða pabbi aftur svona á gam... meina þessum aldriGrin. En orðið já - Ýmir, hver var það og hvaðan er nafnið komið. Ýmir var jötunn í norrænu goðafræðinni ( einnig nefndur Aurgelmir ), fyrsti jötuninn og frá honum eru allir jötnar komnir. Ýmir varð til þegar frost niflheims blandaðist eldum múspelsheims í ginnungagapi. Einnig varð kýrin Auðhumla til þegar þetta gerðist.  Eitt afkvæmi Ýmis eignaðist Bestlu Bölþórsdóttir. Hún eignaðist 3 afkvæmi með Bori, syni Búra, sonar Auðhumlu; Óðin, Vila og . Óðinn, Vili og Vé ákváðu síðar að skapa heiminn. Tóku þeir þá Ými, drápu hann og gerðu úr honum heiminn þannig:

  • Hold Ýmis varð að löndum.
  • Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum.
  • Bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum.
  • Beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum.
  • Höfuðkúpa Ýmis varð að himninum.
  • Augabrúnir Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð.
  • Heili Ýmis varð að skýjum.
  • Hár Ýmis varð að skógi
  • Geðsleg lýsing!

    En kappinn er kominn á fleygiferð og ekkert óhult eins og sést á myndinni. Smile

    IMG 3910 (Large)


Orð dagsins - lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.

Páll Ólafsson
1827-1905

mbl.is Fyrstu stelkarnir sáust í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söfnum fyrir lögbrjóta

Endilega stofnum reikninga fyrir alla lögbrjóta landsins og söfnum handa þeim, við Íslendingar erum svo gjafmildir! Hvað er eiginlega í gangi! Hannes hefur fengið dóma bæði hérlendis og erlendis fyrir afbrot. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð, sekt Hannesar er sönnuð og hann því lögbrjótur. Hann stal frá Halldóri Laxness og fleirum, sektin hans er örugglega lægri en tekjur hans af sölu á ævisögu Halldórs! Annars vona ég að þetta sé grín. Trúi ekki að fólk sé svona vitlaust!
mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - Salka Valka

Salka Valka er ein þekktasta og vinsælasta saga Halldórs Laxness og kannski upphafið að alþjóðlegri frægð hans. tilvitnunin í síðasta bloggi kemur einmitt frá Sölku: „ þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl.“ Á þetta ekki vel við einmitt í dag þegar allt er að fara til and.... í þjóðfélaginu. Hafa þarf fyrir hlutunum og ekki bara sitja með hendur í skauti og bíða!!

Gunnar vinur minn Þorsteinsson kom með góða tillögu að upphafsmanni orðanna - lífið er saltfiskur - Guðjón heitinn Marteinsson. Ekki efa ég að Gauji hefur örugglega oft sagt þetta ( allavega hugsað ) í saltfiskverkuninni í den Smile en upphafið kemur frá orðsnillingnum Halldóri Laxness.

„Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum.“ ( einnig úr Sölku Völku )

„Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina.“ ( Bjartur í Sumarhúsum - sjálfstætt fólk )

Orðsnilld.


Orð dagsins - Lífið er saltfiskur

Já lífið er saltfiskur. Við höfum oft heyrt þetta en hvaðan kemur þessi speki? Hver sagði þessi fleygu orð? Ef þið hafið svarið skellið því þá í athugasemdirnar.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband