Eðlilegt

Það er eðlilegt að starfsmönnum við kennslu hafi fjölgað. Kennsluskylda hefur lækkað og kallar það á fleiri stöðugildi. Kennarastéttin eldist og nú er töluverður fjöldi kominn með afslátt vegna 60 ára reglunnar. Það kallar líka á fleira starfsfólk. Í dag er skólinn fyrir alla, ekki eru nemendur lengur sendir í sérskóla  nema að litlum hluta. Sem betur fer hafa mörg bæjarfélög áttað sig á því að það kallar líka á fleira starfsfólk til kennslu. Eins og sést á þessu eru það fjölmargir þættir sem geta haft áhrif.
mbl.is Fleiri kennarar þrátt fyrir færri börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu fjölgar kennurum, það er eðlileg þróun og í samræmi við það að koma eigi til móts við þarfir hvers og eins nemanda.

En eitt er það sem mér finnst sérstaklega skrítið við þessa frétt. Það er umfjöllunin um ,,réttindakennara". Hverjir eru það?  Ég hélt að allir kennarar væru réttindakennarar. Því án réttinda má ekki nota starfsheitið kennari - það er jú lögverndað, ekki satt? Því væri eðlilegra hér að tala um kennara og leiðbeinendur.

Kv. Lilja - P.S. lít á mig sem grunnskólakennara en ekki réttindakennara

Lilja Guðný (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:00

2 identicon

Hæ, ég rataði hingað gegnum síðuna hennar Maríu Kat .

Ég er ánægð með þetta innslag hjá þér Eysteinn því það er óþolandi þegar fréttamiðlar slá einhverju fram án þess að geta ástæðna. Það eru margar ástæður fyrir því að kennarar og leiðbeinendur eru fleiri í skólum í dag og það var gott hjá þér að benda á það.

Brottfall kennara úr starfi þarf nú kannski ekki að vera neinum undrunarefni sem kynnir sér laun kennara og hvaða vinnuskylda er á bak við launin. Það lagast vonandi eitthvað í komandi kjarasamningum a.m.k. verður það varla jafn slæmt og síðast þegar kennarar fengu hærri laun fyrir meiri vinnu

Það að  kvenkyns skólastjórar séu í fyrsta sinn orðnir fleiri en karlkyns skólastjórar segir mér einmitt að launin þar séu ekki eins eftirsóknarverð og áður. Man einhver ennþá þá tíð að kennarar voru flestir karlar og gátu framfleytt fjölskyldum sínum á laununum ? Þetta hefur breyst annsi mikið.

Bestu kveðjur

Sigrún Júlía, grunnskólakennari    

Sirgún Júlía (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Hei fín nýja myndin

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 2.3.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband