Ljóð

Í íslenskunni ætla ég að hafa ljóð í dag. Ég rakst á þetta ljóð um daginn og það heillaði mig strax. Myndrænt og fallegt. Ljóðið er eftir austfirðinginn Kristján frá Djúpalæk. Kristján var mágur Halfdánar á Kirkjumel, sem sagt bróðir Beggu Smile. ( Kristján var fæddur að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu. Þetta landssvæði er austan Langaness og kallast Langanesströnd eða bara Ströndin af heimafólki og er við Bakkaflóa. ) ( Tekið af wikipedia )

Lækurinn (Fljúgandi myrkur)

Lækurinn minn söngglaði
syngur ekki meir,
í sumar voru lög hans
svo unaðslega þýð.
Nú er kominn febrúar
með frost og rosatíð
og fleiri en læknum
döpur næturvaka.
Vetur hefur keflað hann með klaka

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Fallegt ljóð.  Veturinn er yndislegur, en ég finn að þegar sólin er farin að hækka á lofti eins og núna, að þráin eftir vorinu kemur fram, amk. í mínu

Knús í 740 Paradís. 

SigrúnSveitó, 9.3.2008 kl. 11:52

2 identicon

Sælir Eysteinn. Mátti til með að lauma að þér að frændi minn sálugi, Jón Björnsson, tónskáld og kórstjóri frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði, samdi lag við þetta ljóð Kristjáns, líklega hans síðasta lag sem hann samdi skömmu fyrir andlátið á haustdögum 1987. Nóturnar að laginu fundust nokkrum árum eftir andlát Jóns og var frumútgefið á plötunni Lögin hans Jóns, sem kom út árið 2003 í tilefni 100 ára árstíðar skáldsins. Sannarlega hans eigin útfararsálmur. Smá fróðleikur til handa íslenskukennaranum! Kv BJB

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sæll félagi Björn. Takk fyrir þetta. Þið Skagfirðingar klikkið ekki þegar að tónlistinni kemur.

Eysteinn Þór Kristinsson, 12.3.2008 kl. 19:09

4 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Lítið að þakka Eysteinn, bara njóta. Nú mætumst "við" í meistaradeildinni og "þið" megið fara að rifja upp bænirnar... Leiðin til Moskvu verður greið, þið fáið að vinna deildarleikinn þarna á milli

Björn Jóhann Björnsson, 15.3.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband