12.3.2008 | 17:21
Orð dagsins - vísnagáta
Vísnagátur eru skemmtilegar, allavega þegar maður veit svarið
Pálmasunnudagur er á sunnudaginn ( síðasti sunnudagur fyrir Páska). Biblían segir okkur að á Pálmasunnudegi hafi Jesús haldið innreið sína í Jerúsalem.
Nú langar mig að leggja fyrir lesendur síðunnar gátu. Ráðningin tengist ofangreindum atburði, en við lausn gátunnar kemur sama orðið fyrir þrisvar sinnum. Eitt er falið í fyrsta orðinu, annað í afgangi fyrstu línunnar og það þriðja í línum tvö og þrjú.
Hvaða orð er að finna í þrígang sem lausnarorð í eftirfarandi vísnagátu:
Drykkjargutl og grófast last um gáfna hagi.
Forðum daga varð á vegi,
víst á Pálmasunnudegi.
Hugmyndir að svörum setjist í athugasemdir. Lausnin birtist svo eftir nokkra daga.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Nýtt 64 rýma hjúkrunarheimili í Kópavogi
- Aðgerðum í menntamálum vísað frá
- Viðbragð vegna manns í sjónum: Komst upp úr af sjálfsdáðum
- Hyggst afnema bann við blóðgjöf samkynhneigðra
- Ekki rætt við Lilju um formannsframboð
- Andlát: Sr. Gylfi Jónsson
- Skriða féll við Eskifjörð
- Augljóst dæmi um óþarfa skriffinnsku
- Þessar breytingar verða ekki óumdeildar
- Varað við aukinni skriðuhættu
Erlent
- Trump flytur spennandi yfirlýsingu í dag
- Sonur norsku prinsessunnar fer fyrir dóm í febrúar
- Úthugsuð svikamylla
- Öflugur eftirskjálfti og yfir 1.400 látnir
- Kim Jong Un er kominn til Kína
- Boðar aðgerðir í hættulegustu borg heims
- Pútín segir samning ekki mega ógna öryggi Rússa
- Kim Jong Un talinn hafa mætt í lest á hersýninguna
- Belgar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu
- Yfir 1.100 látnir eftir jarðskjálftann
Athugasemdir
Þar sem ég er guðfræðingur hlýt ég að vita eitthvað um þetta hehe..
Drykkjargutl = kokteill = asni
grófast last um gáfna hagi = þú ert algjör asni !
Forðum daga varð á vegi víst á Pálmasunnudegi = Jesús reið á asna
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2008 kl. 17:50
Mát í 1. leik
Vel gert Jóhanna Magnúsar og Völudóttir ( http://jogamagg.blog.is/blog/jogamagg/ ). Hún kom með rétta svarið en ég tók mér það bessaleyfi að fela athugasemdina þangað til á morgun og vonast eftir fleiri tillögum. 
Eysteinn Þór Kristinsson, 12.3.2008 kl. 19:06
Jamm, ég hefði ALDREI getað þetta. Beið þess vegna róleg eftir að sjá svar Jóhönnu.
Alltaf að læra eitthvað nýtt. Takk!
SigrúnSveitó, 13.3.2008 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.