Orð dagsins - EF

Já við Nallarar  verðum enn einu sinni á leiktíðinni að bíta í súra eplið.  Oft segjum við ef þetta........ og ef hitt...... Það á kannski vel við okkur Arsenal menn að segja nú ef....... Oft er sagt að mistök dómara jafni sig út yfir heilt tímabil. Ég held samt að við Nallarar hljótum að efast allavega um s.l. sex vikur en ansi margt hefur unnið gegn okkur á því tímabili. Þá kemur að þessu EF:

Í leiknum gegn Birmingham er Eduardo fótbrotnaði - vítaspyrna dæmd á Arsenal að venjulegum leiktíma loknum, var ekki víti - niðurstaðan 2 töpuð stig ( jafntefli í stað sigurs )

Í leiknum gegn Middlesboro - löglegt mark tekið af Arsenal, Boro menn skora ólöglegt mark - niðurstaðan jafntefli - 2 töpuð stig

Leikurinn gegn Chelsea - við töpuðum, Drogba jafnar með ólöglegu marki ef....... - niðurstaðan 3 stig töpuð??

Meistardeildarleikurinn gegn Liverpool á Emirates - dómarinn sleppti á einhvern óútskýranlegan hátt augljósri vítaspyrnu - niðurstaðan jafntefli í stað?? kannski sigurs, eftir hefði verið að skora úr vítinu!

Deildarleikurinn gegn Liverpool - áttum við að fá víti er Lucas togaði Fabregas niður?  Niðurstaðan jafntefli í stað ?? Fannst við reyndar ekki eiga neitt meira skilið en eitt stig.

Seinni meistaradeildarleikurinn gegn Liverpool - Púllarar fá víti í lokin, var það víti? Efþað var víti geta menn verið sammála því að við áttum að fá víti í hinum tveimur leikjunum gegn Liverpool.

Þannig að EF hlutirnir hefðu fallið aðeins betur með okkur undanfarið væri kannski staðan önnur - enn á toppi deildarinnar og kannski í undanúrslitum meistaradeildarinnar.

EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - 


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggan

Já, það eru nú mörg EF-in í þessum  heimi.

Siggan, 9.4.2008 kl. 08:52

2 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Sæll Eysteinn........ Kanski var álit mitt í gærkvöldi örlítið barnalegt og biðst ég afsökunar á því. Þet var svona meira í gríni sagt og í hita leiksins!

Af því að þú ert að minnast á hið stórkostlega EF,þá er kannski ekki úr vegi að krítisera aðeins Wenger sjálfan og taka smá EF gagnrýni á hann?

Ef Wenger hefði nú haft vit á því að spila með Gallas og Toure saman í miðverðinum,Eboue í hægri bakverðinum og Walcott á hægri kantinum og þarafleiðandi skilið Senderos (alls ekki í P.L klassa...hvað þá C.L klassa) eftir í London........þá  hefði Arsenal líklega klárað þetta.

Wenger klikkaði bara "bigtime" og gerði afdrifarík mistök.......því miður fyrir ykkur Nallana.

Reynir Elís Þorvaldsson, 9.4.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sammála þér Reynir varðandi uppstillinguna. Já þau er mörg EF-in í þessum heimi rétt er það.

Eysteinn Þór Kristinsson, 9.4.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband