Brandari þetta víti.

Var að sjá vítaspyrnudóminn aftur. Hvernig í ósköpunum gat maðurinn dæmt víti á þetta!!!!!!!!
mbl.is Wenger: Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: besservissinn

ég skil það ekki. Þetta var bara leikaraskapur og ekkert annað. Maður sér það mjög augljóslega í endursýningu. Dómararnir greinilega ekki á bandi Arsenal, dæma ekki víti síðast sem klárlega var víti og dæma svo víti núna þegar klárlega var ekki víti. Þýðir samt ekkert að gráta þetta ... gerum bara betur á næsta ári og spilum bara betur en það að dómararnir geti ráðið úrslitunum fyrir okkur ...

besservissinn, 8.4.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Flýgur Emirates flugfélagið sem auglýsir á búningum ykkar ekki til Mekka??? Þið getið hópast þangað og grenjað úr ykkur augun!

Reynir Elís Þorvaldsson, 8.4.2008 kl. 23:07

3 identicon

Held hvorki með Liverpool né Arsenal en ég er búinn að horfa á þetta atvik núna nokkrum sinnum og sé ekki betur en að þetta sé klárt og kvitt víti. Dómarinn hafði rétt fyrir sér að þessu sinni.

Kári (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:25

4 identicon

Kári, kíktu á þetta atvik aftur. Það er Fabregas sem togar í Babel sem á sér stað fyrir utan teig. Það er það sem kemur honum úr jafnvægi. það er ekkert sem gerist inni í teignum sem verðskuldar vítaspyrnudóm. Réttur dómur þarna hefði verið aukaspyrna á brot utan teigs og gult spjald á Fabregas fyrir togið.

Og Reynir hvernig væri nú að reyna að sýna smá þroska og koma með einhver rök á móti fyrri athugasemdum í staðinn fyrir að koma út með svona barnaleg comment. Sýnir mér ekkert annað en að þú getir ekki mótmælt því sem var sagt á undan þér að þetta hafi ekki verið víti og endar í svona vitleysu af þvi að þú hefur engin rök á móti þeim. Hjálpar hvorki þér eða öðrum Liverpool mönnum að koma með svona bull.

Asgeir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 03:30

5 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

 - víti var það heillin, að vísu líka hjá hinum hollenska Káti um daginn, var að sjá það betur núna í endursýningunum....! En þú manst, Eysteinn, hvað hann Þórhallur Ásmunds sagði um árið, eftir að hafa horft á enska boltann: Strákar, djöfull er hann góður þessi Replay, hann skorar svo mikið af mörkum...

Björn Jóhann Björnsson, 10.4.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Sammála, í báðum tilfellunum eiga þetta að vera víti. Það er einnig réttilega athugað að Fabregas togar lítilsháttar í Babel, en á Babel ekki að fá hagnaðinn? Hann heldur áfram er þá kominn inní teiginn þegar Toure kemur og þar á sér snerting sem kemur Babel endanlega úr jafnvægi og því er þetta hárréttur dómur. Þetta segi ég ekki af því að ég held með Liverpool heldur sem dómari. Það sama hefði gerst ef þetta hefði átt sér stað úti á vellinum. Dómarinn er ekki að dæma á Fabregas því Babel stendur það af sér en svo kemur Toure sem er kannski frekar óheppinn en hann snertir Babel og kemur honum úr jafnvægi og þar af leiðandi er það brot Toure sem gildir en ekki Fabregas. Það hefði verið fáránlegt ef hann hefði dæmt aukaspyrnu því þá hefðu Arsenal verið að hagnast á brotinu, liðið sem brýtur af sér á aldrei að hagnast á því.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 13.4.2008 kl. 10:36

7 identicon

Það er auðvitað alltaf hægt að velta sér upp úr svona pælingum. Má ég bæta við einni ?

Leikurinn Arsenal - Chelsea, sem að fór 1-0, Gallas skoraði sigurmarkið algjörlega ólöglegt mark. Tvö stig töpuð fyrir Chelsea.

Bubbi (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband