Virk hlustun!

Er þetta ekki það sama! Þ.e. veita viðmælandanum tilhlýðilega athygli. 

Þessu "stal" ég frá kennsluaðferðameistaranum Ingvari Sigurgeirssyni ( http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Grunnskolinn/fasogframkomahandrit.htm ), ( Úr Litróf kennsluaðferðanna

Virk hlustun

Eitt af því sem allir kennarar verða að tileinka sér er það sem kallað hefur verið virk hlustun (active listening). Virka hlustun má gefa til kynna með margvíslegum hætti. Í fyrsta lagi að sýna með látæði að verið sé að veita því athygli sem aðrir segja, t.d. með svipbrigðum, með því að horfa með athygli á þann sem talar eða með því að kinka kolli. Virka hlustun má einnig sýna með því að bregðast við því sem sagt er, byggja á því eða leggja út af því. Smáatriði, eins og að taka sér í munn nafn þess sem lagði eitthvað af mörkum, getur einnig skipt máli. Að umorða það sem nemandi hefur sagt og spyrja hvort þetta sé skilið er einnig aðferð til að gefa til kynna að því hafi verið veitt athygli sem sagt var. Virka hlustun má einnig sýna með því að biðja aðra að bregðast við því sem nemandinn hafði fram að færa.

Virk hlustun er mikilvæg bæði til þess að sýna nemendum að framlag þeirra sé mikils virði, sem væntanlega hvetur þá til dáða, sem og vegna þess að þess er að í þessu efni er kennarinn nemendum mikilvæg fyrirmynd. Aldrei verður nógu oft hamrað á því hve mikilvægt er að kenna nemendum að hlusta á aðra og taka tillit til þeirra.


mbl.is ADHD: Hjartanærandi aðferðir gefast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

*Aktiv lytning* er eitthvað sem var predikað talsvert í mínum skóla...! Ekki spurning að virk hlustun er af hinu góða, hvort sem það er í kennslustofunni, sjúkrastofunni eða annarsstaðar. 

SigrúnSveitó, 12.4.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband