Orð dagsins - Núll

Já það eru erfiðir tímar hjá okkur Arsenal mönnum þessa dagana. En eitt árið þurfum við að bíta í súra eplið og sitja eftir með sárt ennið! ( eða bara eins og einhver snillingurinn sagði, "...sitja eftir með súrt eplið...) Þriðja árið í röð og enginn titill = Núll. Við getum huggað okkur við það að við erum með skemmtilegasta liðið, en það er bara ekki nóg. Að sjálfsögðu viljum við titla líka. Eins og allir sem e-ð vit hafa á fótbolta hafa séð undanfarið vantaði bara eitt í liðið okkar undanfarið, lukkuna, en hún hefur gengið til liðs við hin liðin. LoL En aftur að orði dagsins, Núll. Núll er ansi merkilegur stafur, stundum merkir hann ekkert, ef við bætum núlli aftan við heila tölu tífaldast hún, ef núllin eru tvö þá hundraðfaldast tala. Skrítin tala þessi núll.  Ýmislegt fleira má segja um núll  t.d.:

Í stærðfræðinni er núll stundum markverð tala og stundum ekki.

Núll er slétt tala.

Núll er hvorki jákvæð né neikvæð tala.

Við Íslendingar höfum fengið núll stig í Júróvisjón ( held meira að segja tvisvar sinnum ).

Það hafa reyndar Norðmenn líka gert. 1980, hér er núll meira að segja síðasti tölustafur ártalsins, sendu Norðmenn þetta frábæra lag í Eurovision. Því miður fannst engum öðrum það frábært. Saminn Samid Ædnan fer hér á kostum, en því miður núll stig.

 

Á frjálsa alfræðiritsvefnum Wikipedia stendur eftirfarandi um núll:

Núll eða sifja er eina talan, sem hvorki er já- né neikvæð og er samlagningarhlutleysa. Táknað með tölustafnum 0. Telst af sumum til náttúrlegra talna. Orðið sifja á sér samt lengri sögu en orðið núll, og þekkist hún aftur til landnámsaldar.Orðið, rétt eins og nafn talna í íslensku er upphaflega komið úr arabísku, og er þar ritað „صيپر“, eða svo gott sem. Orðið hefur þó tekið sér bólfestu í fleiri málum en íslensku, en í ensku er það þekkt sem „cypher“, sem þýðir dulmál. Þó er ekki hægt að segja að annað hvort málið hafi þýtt merkinguna betur en hitt, því að orðið þýðir upprunalega „dulið“. Dulmál eru augljóslega dulin þeim sem að áttu ekki að geta ráðið þau, en enn fremur er talan 0 dulin öllum sem að leggja metnað í að reyna að skilja hana, þar með talið Aröbunum sem að byrjuðu að kalla hana sifju.Þessu orði er jafnan skeytt aftan við orð eins og nafn-sifjar og merkir þar tengsl, þ.e. hvaðan nafnið er upprunið. Önnur dæmi um þetta er ættsifjar og orðsifjar.Sifjar (eða Sif) var einnig ein Ásynjanna í norrænni goðafræði, og var kona Þórs. Það nafn er skylt sifjar, í þeirri merkingu þar sem það merkir mágsemdir eða tengsl, nafnið þýðir í raun frændkona.

 

en nú er ég farinn að bulla of mikið svo mál er að linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Já, þessi íþrótt tekur nú oft meira en hún gefur!!!! Lífið er Pool.

Magnús Þór Jónsson, 14.4.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband