Orð dagsins - feðraorlof - frábær reynsla

Feðraorlof er hin mesta snilld! Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi 1. ágúst s.l. að verða pabbi, reyndar ekki í fyrsta sinn, samtals eigum við hjónin nú 6 stráka. En ég er nú að taka feðraorlof í fyrsta sinn. Ég held að nú séu liðin 7 ár síðan feður gátu farið að taka orlof. Þvílíkt gæfuspor! Við feðgarnir, ég og Ýmir, erum búnir að vera heima í mánuð og eigum enn tvo eftir. Þetta er búið að vera mikil lífsreynsla og mjög gaman. Ég hafði hlakkað mikið til þessa tíma og var spenntur að sjá hvernig gengi. So far sooooooo goooood. Já þetta er ótrúlega gaman. Ég hreinlega trúi því ekki að nokkrir feður sleppi þessu einstæða tækifæri til að vera með barni sínu eða börnum! Ekki það að svífum á skýi og skemmtum okkur allan daginn. Nei það er svo sannarlega nóg að gera en þetta er bara svo gaman. Ég hélt reyndar að ég hefði kannski örlítið meiri tíma í ýmislegt, t.d. bloggið mitt, en eins og sést á bloggleysinu undanfarið þá var það hin mesta firra! Margir hafa eflaust einhverjar áhyggjur af starfinu sínu meðan þeir eru í orlofi, við kennarar hugsum t.d. um það hvort nemendur okkar séu í nógu góðum höndum. Ég er svo heppin að vita af mínum nemendum í betri höndum en mínum ef e-ð er þar sem betri helmingurinn af mér sinnir þeim! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er gott að menn (=karlmenn) kunni gott að meta. Segi það nú bara með þér Eysteinn að fæðingarorlof er frábært, einhver besti tími sem ég hef lifað síðustu ár.... Hafið það gott áfram.kkv.

Salný (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Gaman að heyra að allt gengur vel og þú að njóta þess að vera heima.

Knús í kotið ykkar

SigrúnSveitó, 22.4.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú ert svo sannarlega í réttu fríi. Gangi þér vel.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.4.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband