10.5.2008 | 23:47
Orð dagsins - Japan ここに私は来る
Ðis is ðe jappanííís embassy sagði mjóróma kvenrödd í gemsanum mínum um daginn. Ég horfði undarlegum augum á símann. Hvað er nú þetta. Þögnin var að verða vandræðaleg og röddin hinu megin ætlaði greinilega að fara að segja. Þá rann upp fyrir mér ljós! Aaaaa. The Japanese Embassy. Yes, var svarað hinum megin á línunni. My name is Takaámóti. I´m calling you about the school study program in Japan. Aftur varð ég hljóður í smá stund, Takaámóti það getur enginn heitið því nafni. En okkur tókst þó að halda samtalinu áfram, á ensku. Geturðu komið í viðtal á morgun. Ég útskýrði fyrir stúlkunni ( já Takaámóti er stúlka ) að ég ætti heima hinum megin á landinu. Þegar hún hafði spurt um fjarlægð og ég svarað um 800 km. Hvað ertu þá lengi að keyra?!! En hvaða símtal er þetta og af hverju er ég að blaðra um það hér.Forsaga símtalsins er sú að nýlega auglýstu japönsk stjórnvöld þrjá styrki til námsheimsókna til Japans þar sem markmiðið er að kynnast menntakerfi, menningu og þjóðfélagsmálum. Styrkirnir eru ætlaðir framhaldsskólakennurum og kennurum í 8. - 10. bekk grunnskólans. Heimsóknin mun standa í 14 daga og er gert ráð fyrir rúmlega 200 þátttakendum frá tæplega 60 löndum. Jæja ég sótti um flaug til Reykjavíkur 09:30 - fór í viðtal í japanska sendiráðið klukkan 12:00, viðtalið tók um 25 mínútur þar sem sendiherrann, Takaámóti og önnur kona tóku við mig viðtal tók svo 16:00 vélina heim aftur kíkti í tölvupóstinn um kvöldið og.................... Japan ここに私は来る eða bara Japan hér kem ég! Þá er bara að hefja japönsku tímana: Halló Konnichiwa. ichi ni san shi go eða 1 2- 3 - 4 5 By the way, stúlkan heitir reyndar ekki Takámóti, sá í tölvupóstinum að nafnið er Tamoko Sayonara
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Menntun og skóli | Breytt 11.5.2008 kl. 00:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegt Eysteinn, til hamingju. Það verður ekki leiðinlegt að fara í þessa námsferð. Ki ora. Sayonra
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 12:45
Shaji Elma, (takk). Já þetta verður örugglega mikið ævintýri.
Eysteinn Þór Kristinsson, 11.5.2008 kl. 14:36
Váááááá Eysteinn san til hamingju með þetta. Frábært hjá þér að detta í hug að sækja um og FRAMKVÆMA það .
Sigrún Júlia (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:04
Vá. Spennandi !
Bibba (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:18
Nú er bara að æfa sig í að píra augun!!!
Haraldur Bjarnason, 12.5.2008 kl. 08:10
Góða ferð.
Jón Halldór Guðmundsson, 13.5.2008 kl. 15:31
þú mátt senda myndir.
Jón Ingvi Einarsson, 15.5.2008 kl. 14:29
EYDI!! Hvar eru myndirnar sem þú ætlaðir að senda mér?
Jón Ingvi Einarsson, 16.5.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.