8.11.2009 | 21:36
Skrítið fréttamat.
Það er því mikill minnihluti sem vill þá að hann segi af sér. Kallinn nýtur stuðnings 2/3 af þjóðinni. Það finnst mér vera frétt miðað við orrahríðina á hann undnafarið!
Þriðjungur vill forsetann frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Benti á það á annarri bloggsíðu að 62% vilja hann áfram og 10% er sama en það gerir 72%. Þá eru eftir 28% sem er rúmur fjórðungur en ekki tæpur þriðjungur. Þetta segir einnig ýmislegt um fréttaflutning Moggans.
Magnús (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 21:39
Ekki hlustaði fyrrverandi Seðlabankastjóri, þegar góður meirihluti þjóðarinnar vildi að hann færi frá. Það er kannski öðruvísi, þegar aðrir sitja undir gagnrýni!
Marinó G. Njálsson, 8.11.2009 kl. 22:26
Áróðursstríðið tekur á sig marga myndir og ekki allar augljósar. Ólafur Ragnar Grímsson er fyrrverandi stjórnmálamaður og hefur um árabil verið einn af þeim sem Davíð Oddsson hefur litið á sem sína andstæðinga. Vantraustið á forsetann er ekki mikið og byggist sennilega meira á andstæðingum hans frá stjórnmálaárunum en því að fólk treysti ekki honum ekki. Traust og andúð er ekki það sama.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 22:42
Sæll Magnús.
28 % er reyndar eiginlega mitt á milli þess að vera þriðjungur og fjórðungur. Þó svo að það vanti 3% upp á öðru megin og 5% hinum megin þá er þetta ekki línulegt fall þannig að það er ekki nóg að telja bara prósentustigsmuninn. Ef þú skoðar fallið y = 1/x (þar sem gildið á x segir til um hvort þetta sé helmingur, þriðjungur, fjórðungur o.s.frv) þá sérðu hvað neikvæði hraði fallsins minnkar hratt eftir því sem x eykst en y gefur þér hlutfallið. Þannig að 28% er um 1/3,57.
Bara smá skemmtilegt stærðfræðilegt innskot en hins vegar er ég alveg sammála þér að þessu dæmi er raunar snúið við :)
Axel (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 23:25
Sæll Axel
Langar bara að benda á það að ef við gefum okkur að 2.000 einstaklingar hafi verið spurðir þá er hvert 1% 20 einstaklingar.
Þ.a.l. hefði þurft 100 einst. [(33-28)*20 eða 5*20] uppí 33% á meðan það voru 60 einst. [(28-25)*20 eða 3*20] umfram þau 25% sem treystu ekki forseta vorum.
Það má því auðveldlega segja að þetta hafi verið 40 einstaklingum nær því að vera fjórðungur en þriðjungur (með gefnum forsendum auðvitað).
Kv. Tóti (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 04:07
Ef skoðanir snúast um Samfylkingunn reina þeir að finna einhvern annað mat, það er alveg með ólíkindum hvað Samfylkingar fólk styður við viðbjóðin sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu, þeir reina að hvít þvo sér upp úr lyginni, það er lyginni líkkast.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:58
Sæll Tóti.
Það sem ég er að benda á eru smá stærðfræðilegar pælingar og hefur ekkert með prósentustigið að gera heldur bara almennu brotin.
Í rauninni er lang eðlilegast og skýrast að segja bara 28% í stað þess að rugla brotum inn í þetta. Ég get tekið einfalt dæmi til skýra um hvað eǵ er að tala. 50% er 1/ 2 og 25% er 1/4. Þarna mitt á milli er 32,5% en 1/3 er samt 33,3... sem er góð nálgun í þessu tilfelli en samt ekki það sama.
Prófaðu að teikna upp fallið 1/x þá sérðu um hvað ég er að tala. Það má aldrei tala um brot á svona einfaldan hátt. Það er nákvæmnlega þessi sami hlutur sem fólk brennir sig á þegar það dregur dregur verðbólgu frá nafnávöxtun og talar síðan um útkomuna sem raunávöxtun. Þessi nálgunaraðferð sleppur svo sem þegar verðbólgan er nánst engin og um mjög stuttan tíma er að ræða en getur farið að skipta miklu máli þegar t.d. um íslenska verðbólgu er að ræða.
Axel (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:30
Það má orða þetta líka svona: Þó svo að 25% sé fjórðungur og 33% sé þriðjungur þá er 29% ekki mitt á milli þess að vera þriðjungur og fjórðungur þó svo að það sé vissulega mitt á milli þess að vera 25% og 33%.
Axel (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.