17.3.2008 | 22:04
Veðurblíða - Orð dagsins
Undanfarna daga hefur verið einmuna veðurblíða á öllu landinu. Veðrið og útsýnið er ég flaug frá Egilsstöðum til Reykjavíkur s.l. laugardag var frábært og flugið eftir því. Tók m.a. meðfylgjandi mynd úr flugvélinni. Náttúrufegurð landsins okkar er einstök og því helga ég Íslandi orð dagsins.
Ísland er land þitt
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2008 | 20:28
Bloggfríi lokið
"I´ll be back" er ein af þessum töffarasetningum úr bíóinu. Schwarzenegger er líka ofurtöffari. En nóg um það, datt þessi setning í hug af því ég hef ekkert bloggað síðan fyrir helgi. Ástæðan er einföld en ég var við fermingu næstelsta sonar míns, Maríusar Þórs, í Keflavík. Flottur drengurinn ( myndin stækkar ef smellt er á hana )!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 19:19
Myndagáta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2008 | 10:25
Orðið í dag - Vísnagáta aftur
María vinkona mín Bjarnadóttir er mjög hrifin af vísnagátum og var ekki lengi að leysa þessa með asnann en hvernig skyldi henni ganga núna? Á www.djupivogur.is er að finna nokkrar vísnagátur, m.a. þessa er fer hér á eftir. Sama orðið er að finna í öllum línunum ( lína 2 er erfið nema fólk sé kunnugt staðháttum í Berufirði ).
Verður augum oft að bráð,
austan Berufjarðar sést.
ferðast vítt um loft og láð,
læra milli unir bezt.
endilega skellið hugmyndum að svari í athugasemdir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2008 | 18:46
Orð dagsins - Þórbergur Þórðarson
Í gær voru 120 ár frá fæðingu meistara Þórbergs ( og á morgun á mágkona mín afmæli - þori ekki að segja hversu ung hún verður ). Lífsreglur Þórbergs eru frábærlega skemmtilegar og vel framsettur texti ( hvernig finnst ykkur númer 14 og 18? ), fyllilega þess verðar að vera - Orð dagsins!
QUOTE |
Með því að nú færist óðum nær skólavist minni og eg hefi náð fullum líkamlegum styrkleik aftur, sem eigi er vert að spilla, áset ég mér að lifa hér eftir samkvæmt því er hér greinir: 1.gr. Hugsa alla hluti sem eg tek til meðferðar á annað borð svo grandgæfilega og samviskusamlega og frumlega, sem mér frekast er auðið. Kosta ávalt kapps um að leita sannleikans í hverju sem er. Hafa ávalt eitthvert viðfangsefni til íhugunar. Varast að festa hugann við draumórakendar ímyndanir um mig. 2. Temja mér sterkan og óbilandi viljakraft. Gefast aldrei upp þótt erfiðleikar verði á vegi mínum. Herðast við hverja raun. Varast að skjóta fyrirætlunum mínum á frest. 3. Temja mér að muna. 4. Temja mér skarpa og næma athygli og nákvæma eftirtekt. Beina huganum óskiftum að hverju því er eg beini honum á annað borð að. 5. Tala ávalt hreina og ómengaða íslensku, þegar eg á að tala hana. Varast erlendar málslettur. Tala mjög skýrt með skaftfelskum framburði og hafa mentamannabrag á máli mínu. 6. Temja mér mentamannasnið, fallegar hreyfingar og einbeittar. 7. Vera ávalt blátt áfram, einurðargóður og ófeiminn við hvern sem er. 8. Vera iðjusamur. Vinna aldrei skemur en 10 klst. Á virkum dögum og 6 klst. Á helgum. Öll mín vinna á að hníga að því að afla mér mikillar þekkingar á íslenskri tungu, íslenskum bókmenntum og sögu Íslands, ásamt öðrum greinum, sem þar að lúta. Eg skal ávalt sækja allar þær kenslustundir, sem mér ber að rækja við háskólann og vera jafnan svo vel undir hverja þeirra búinn, sem mér er frekast auðið. 9. Fara aldrei síðar á fætur en kl. 10 f.h.; vera þá klæddur og ganga hratt undir beru lofti kl 10-10 ½ f.h. Ganga síðan ½ klst. eftir hvern miðdegisverð. Loks skal eg ganga hratt úti ½ klst. að kveldinu, annað hvort rétt fyrir eða eftir kvöldverð. Hlaupa skal eg 8-10 mín. Daglega, um eitthvert skeið dags. Þessu má þó sleppa er eg vinn erfiðisvinnu. 10. Iðka allar Mullersæfingar daglega ásamt baði í vatni, sjó eða snjó. Einnig skal eg hefja stundarþungan stein 25 sinnum á loft með hvorri hendi daglega. Boxæfingu 20 sinnum með báðum höndum daglega. Axlaræfingu (handleggjasveiflur) 25 sinnum með báðum höndum daglega. Æfingarnar skal eg gera kl. 10-11 f.h. 11. Ganga beinn og fallega. 12. Iðka öndunaræfingar eigi sjaldnar en 6 sinnum og í 6 lotum daglega. 13. Sofa ávalt fyrir opnum glugga. 14. Vera aldrei lengur en 14 daga í sömu nærfötunum. 15. Bursta tennur kvelds og morgna. 16. Sofa helst eigi skemur en 7 klst. á sólarhring. 17. Reykja eigi meira en 3 pípur daglega, hvort sem þær eru smáar eða stórar og hvernig sem tóbakið er. Í þeirra stað gilda 3 vindlar eða 4 sígarettur. 18. Fremja eigi oftar samræðisverknað en þrisvar í mánuði, 10., 20., og síðasta hvers mánaðar og aldrei meira en einu sinni í hvert sinn. 19. Reglur þessar ganga í gildi 1. september 1916, kl.6 f.h. og skuldbind eg mig til að framfylgja þeim þannig óbreyttum um þriggja ára skeið, eða til 1. sept. 1919, og er mér óleyfilegt að breyta þeim, hvort heldur er í smáu eða stóru. Heiti eg hér með að framfylgja þeim dyggilega frá þessari stundu, hvort sem móti mér blæs eða með. Skráðar að Núpi í Dýrafirði, 1. september, 1916 og lögleiddar á ferð um fjallveginn milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, 3. sept., kl.10 e.h. Þórbergur Þórðarson |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2008 | 11:31
Vissi þetta alltaf!
Ferguson spenntur fyrir 17 ára strák | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 17:21
Orð dagsins - vísnagáta
Vísnagátur eru skemmtilegar, allavega þegar maður veit svarið
Pálmasunnudagur er á sunnudaginn ( síðasti sunnudagur fyrir Páska). Biblían segir okkur að á Pálmasunnudegi hafi Jesús haldið innreið sína í Jerúsalem.
Nú langar mig að leggja fyrir lesendur síðunnar gátu. Ráðningin tengist ofangreindum atburði, en við lausn gátunnar kemur sama orðið fyrir þrisvar sinnum. Eitt er falið í fyrsta orðinu, annað í afgangi fyrstu línunnar og það þriðja í línum tvö og þrjú.
Hvaða orð er að finna í þrígang sem lausnarorð í eftirfarandi vísnagátu:
Drykkjargutl og grófast last um gáfna hagi.
Forðum daga varð á vegi,
víst á Pálmasunnudegi.
Hugmyndir að svörum setjist í athugasemdir. Lausnin birtist svo eftir nokkra daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2008 | 07:32
Orð dagsins
Spakmælið:
Sá sem aldrei fremur heimskupör, er ekki eins vitur og hann sjálfur heldur.
Ég er farinn í skíðaferð með skólanum Eigið góðan dag.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2008 | 15:47
Getraunir - 1x2
Á vinnustað mínum er starfræktur afar merkilegur afþreyingar- og menningartippklúbbur! Einhverra hluta vegna erum við karlmennirnir í miklum meirihluta. Í hverri viku giskum við félagarnir á enska seðillinn. Afar menningarlegt. En hér er næsti seðill og vonandi taka mínir menn sig saman í andlitinu, hysja upp um sig brækurnar og hefna ófaranna frá því í haust gegn Middlesboro, en þeir eru eina liðið sem hefur haft betur gegn okkur í vetur!
Mín spá: Við notum alltaf svokallað sparnaðarkerfi 3-3 24 raðir og kostar því 240 krónur
ArsenalMiddlesbro 1
DerbyMan United 2
LiverpoolReading 1
PortsmouthAston Villa 1x2
SunderlandChelsea 2
West HamBlackburn 1x2
IpswichCharlton 1
WatfordStoke 1x
Bristol CPlymouth 1
CoventrySheffield W 12
FulhamEverton 1x2
Man CityTottenham 12
WiganBolton 1
Enski boltinn | Breytt 11.3.2008 kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 07:20
Í dag er það málsháttur.
Konan mín er alveg frábær . Iðjuleysi er ekki til í hennar orðabók. Ég ætla að tileinka minni ástkæru eiginkonu málshátt dagsins.
Iðni er auðnu móðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar