Færsluflokkur: Bloggar
7.8.2009 | 23:55
KFF - KA 0 -3, myndir
Okkar menn voru frekar daprir í dag gegn KA. Sigur KA strákanna var sanngjarn en kannski aðeins of stór. Þrjá lykilmenn vantaði í KFF: Jóa Benna, Andra Hjörvar og Daníel, og munaði svo sannarlega um þá. Fyrir vikið þurfti að endurskipuleggja miðju og vörn liðsins, eitthvað sem gekk ekki upp í dag. En það gengur bara betur næst, sumarið er búið að vera frábært og þetta var fyrsta tapið á Eskifirði í ár. Áfram KFF.
Menn voru þungt hugsi og neglur voru nagaðar!
Bloggar | Breytt 8.8.2009 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 22:54
Hörkuleikur! KFF óheppnir, en við höldum 2. sætinu!
Fjarðabyggð og Haukar skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 08:35
Enn einn sigurinn á Eskifirði! Myndir frá leiknum.
Þetta var kannski ekki besti leikur sumarsins en..... who cares 3 stig í hús og strákarnir okkar komnir í 2. sætið. Frábært. Myndir frá leiknum í myndaalbúminu!
Grétar tryggði Fjarðabyggð sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009 | 16:56
Dauðafæri við toppinn en .. Selfoss - KFF 2-1
Ég sá því miður ekki nema síðustu 20 mínúturnar af leiknum. Strákarnir okkar pressuðu stíft í lokin en því miður vantaði herslumuninn. Ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur skal safna liði og taka bara næsta leik! Á fimmtudaginn koma Þórsarar í heimsókn. Þórsararnir verða eflaust dýrvitlausir enda gengið frekar illa í sumar. Vonandi finna kapparnir okkar aftur sigurandann. Áfram KFF!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 17:41
KFF-HK 3-2 Myndir
Enn halda strákarnir þeirra Heimis og Palla að koma á óvart. Í dag var gengið frá HK, 3-2. Reyndar var alveg óþarfi að gera hlutina svona erfiða í lokin með því að leyfa HK að skora tvö frekar ódýr mörk. Fjarðabyggð var mun sterkara liðið í dag, leyfði HK - ingum að dúlla með boltann útá velli en keyrði síðan á þá með skyndisóknum. Héraðsstubburinn , hann er reyndar um 1,90 á hæð, Högni Helgason skoraði tvö fyrstu mörkin og Ágúst Örn skoraði síðan það þriðja. Mikil og góð barátta var í liðinu allan tímann. Komnir með 13 stig og á fullt í toppbaráttuna. Svo er bara að taka Selfoss um næstu helgi. Frábært strákar og til hamingju!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2009 | 23:51
KFF-ÍR 4-3 MYNDIR
Flottur sigur hjá KFF í kvöld gegn sprækum ÍR-ingum, 4-3. Gummi Bjarna (ekki fyrrum bæjarstjóri) með tvö, Grétar Ómars eitt og Gústi skoraði svo sigurmarkið í blálokin eftir góðan undirbúning Stefáns Þórs :-) Myndir í myndaalbúminu!
(1-0, 1-1, 1-2, 2-2, 3-2, 3-3, 4-3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 08:13
KFF - ÍA 4-2 myndir
Það er vel við hæfi að byrja bloggið á frábærum sigri KFF manna í gær, uppstigningardag. Mér finnst reyndar óþarfi að eyða mörgum orðum á leikinn, úrslitin segja sína sögu. Liðið stóð sig frábærlega og leikskipulag þeirra Heimis og Palla gekk fullkomlega upp. Í myndaalbúminu eru myndir og látum þær bara tala sínu máli. http://eysteinn-thor.blog.is/album/kff__a_42/
Bloggar | Breytt 23.5.2009 kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 08:07
Kominn frá Japan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 15:22
Hiroshima
Þann 6. ágúst 1945, klukkan 08:15, sprakk fyrsta kjarnorkusprengjan sem notuð var gegn mannkyninu tæplega 600 metra hæð yfir miðborg Hiroshima. Á augnabliki rústaðist borgin og hátt í 100000 manns týndu lífinu. Tala sem átti eftir hækka um tugir þúsunda á næstu árum vegna áhrifa sprengingarinnar. Mannvonskan hafði tekið á sig nýja mynd.
Heimsóknin til Hiroshima var magnþrungin og tilfinningarík. M.a. skoðuðum við Hiroshima Peace Memorial Museum. Á safninu má sjá hversu ótrúlegt þetta hefur verið, myndir, munir o.fl. Ólýsanlegt í rauninni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 15:30
Internetið er frábært - Eysteinn sensei í Nippon
Það er erfitt að vera svona fjarri ástvinum og fjölskyldu. Sérstaklega með litla prinsa skoppandi um á heimilinu. Á stundu sem þessari er Netið alveg frábært. Ástkær eiginkona mín hefur sent mér frábærar myndir af fjörinu á heimilinu. Kíkið í fjölskyldu albúmið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar