Færsluflokkur: Bloggar
20.6.2008 | 15:13
Eysteinn san í Japan
Reyndar er það Eysteinn sensei, því hér í Nippon eru kennarar ofarlega í virðingastiganum og því bæta Japanir orðinu sensei fyrir aftan nöfn okkar. Já dagskrá heimsóknarinnar til Japan hófst formlega í dag. Við erum 77 í mínum hópi og frá 25 löndum. Í rútuferð í dag sat ég t.d. hjá aðstoðarskólastjóra frá Eþíópíu. Í skólanum hans eru rúmlega 5000 nemendur! Bekkjardeildirnar eru líka örlítið fjölmennari en hjá okkur eða á bilinu 52 - 64! Síðan sat ég frá kollega frá Uzbekistan og Kazakstan á fyrirlestrinum í dag, svo eru þarna m.a. kennarar frá Úganda, Íran, El Salvador, Sri Lanka, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Tonga, Austurríki, Írlandi ofl. o.fl. á morgun förum við til Hiroshima, verðum þar í eina nótt, síðan tvær nætur í Kyoto, þá verður hópnum skipt upp og ég verð 5 daga í Ogaki-Gifu. Í síðasttöldu borginni heimsæki ég skóla og gisti m.a. inn á japönsku heimili í tvær nætur. Fór í tveggja klukkustunda japönsku kennslu í dag - svaka fjör.
Sayoonara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2008 | 07:34
1964
Já það fer ekki á mili mála að árið 1964 er ár síðustu aldar! (sbr. www.1964.is) Þau Bryndís og Gísli hafa aðeins velt fyrir sér einkennum okkar. en hvað gerðist 1964 annað en að við fæddumst, sem að sjálfsögðu var aðalatriðið. Segja má að málshátturinn "Fall er fararheill" eigi vel við árið. Það byrjaði nefnilega ekkert gæfulega, strax föstudaginn þann 3. janúar fæddist Jón Einar frændi minn og ekki tók betra við hálfum mánuði síðar er félagi Bergvin fæddist (var allavega vinur minn áður en ég skrifaði þetta og ég get engu breytt um Jón Einar, hann verður alltaf frændi minn ). En síðan kom hver snillingurinn á fætur öðrum og sérstaklega er tekið eftir því hvað síðustu mánuðir ársins voru góðir! En vissuð þið að árið 1964
Var fyrsta íslenska konan valin íþróttamaður ársins á Íslandi
Martin Luther King fékk friðarverðlaun Nóbels
Bítlarnir voru að sjálfsögðu hljómsveit ársins og sungu m.a. "I wanna hold your hand" ( http://youtube.com/watch?v=lfsvE4j4ExA&feature=related )
Bonanza var vinsælast sjóvarpsþátturinn í USA (við vorum ekki komin með TV ) http://youtube.com/watch?v=kA-PdP4k4Xw
Fyrstu eldflauginni var skotið á loft frá Íslandi, það voru Frakkar sem gerðu það.
Karíus og Baktus komu út á íslenskri plötu. Jens! Jens! "Ekki gera eins og mamma þín segir þér"!
Commrad (Félagi) Brjésnef komst til valda í Sovét
Auðvitað er endalaust hægt að halda áfram en endum á einni frétt fyrir Auðunn frænda minn. Mér finnst alltof lítið af færeysku hér á síðunni.
om driften af hvilehjemmet Naina.
§ 1. Til raksturin av hvíldarheiminum Naina í Tórshavn letur landskassin árligan studning við játtan á fíggjarlógini. Ber heimið seg ikki við hesum studningi og øðrum inntøkum, eitt nú studningum frá kommunum og gjald frá sjúkrakøssum, verður hallið í fyrsta umfari at leggja út úr landskassanum og síðani býtt út á kommunurnar í mun til dagarnar, íbúgvarnir í viðkomandi kommunum hava verið í heiminum. Hevur kommuna latið beinleiðis studning, verður hesin tó at mótrokna.
§ 2. Studningur landskassans verður goldin fyrst í hvørjum fjórðingsári. Eisini kann verða goldin annar neyðugur rakstrarpeningur úr landskassanum.
§ 3. Skjótast gjørligt aftan á rakstrarárið er endað, sendir heimið roknskapin til landsstýrið og saman við honum tær upplýsingar, landsstýri krevur.
Stk. 2. Fíggjarætlan verður komandi rakstrarár send landsstýrinum innan 1. juli árið fyri.
§ 4. Vistgjøld á heiminum skulu verða góðkend av landsstýrinum.
§ 5. Henda lóg fær gildi 1. apríl 1964.
Bloggar | Breytt 22.5.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2008 | 23:47
Orð dagsins - Japan ここに私は来る
Bloggar | Breytt 11.5.2008 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.5.2008 | 14:24
FBI´s Most Wanted :-)
Eins og kemur fram á síðunni www.1964.is leitar árgangur 1964 leitar nú logandi ljósi af einum félaga sinna. Fyrirhugað fermingarbarnamót í sumar er í hættu finnist viðkomandi ekki. Höfum við nú fengið FBI í lið með okkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2008 | 06:41
Maður mánaðarins ( KK ) og dagurinn í dag, 30. apríl + www.1964.is
Í dag, 30. apríl, er 30 ár frá því að ég fermdist! Já ég endurtek 30 ár! Ég veit ég lít ekki út fyrir að vera deginum eldri en tuttuguog...... en svona bara er þetta. Til hamingju allir úr árgangi 1964! Þessara merku tímamóta verður minnst með frábæru fermingarbarnamóti um sjómannadagshelgina n.k. Og þá er komið að því að kynna mann aprílmánaðar en það er að sjálfsögðu félagi KK frá Sjónarhóli ( Kristján Jónsson Kristjánsson ). Það er margt hægt að segja um kappann en ég ætla að láta eitt duga. Hann er uppspretta óþrjótandi hugmynda! ( læt vera að segja hvað verður um þær allar ) Nýjasta afurð KK er vefurinn www.1964.is frábær hugmynd sem ég vona svo sannarlega að slái í gegn og Kiddi geti selt. Þetta er vefur árgangs 1964 hér í Neskaupstað, samanstendur hann af rúmlega 50 sjálfstæðum heimasíðum hvers og eins okkar úr árganginum. En sjón er sögu ríkari, endilega skoðið síðuna og gefið mér komment á hvað ykkur finnst. KK - maður apríl mánaðar.
Meðfylgjandi mynd er af hluta þessa frábæra árgangs, þeir sem fermdust fyrir hádegi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 13:16
Orð dagins - nafnið Draupnir
Gísli félagi minn Gíslason ( http://gisligislason.blog.is/blog/gisligislason/ ) skrifaði nýlega um sjaldgæf nöfn. Síðan þegar vinur okkar hann Draupnir Rúnar brilleraði bætti Gísli við færslu þar sem fram kemur að pabbi Draupnis hafi verið fyrstur Íslendinga til að bera nafnið! En hvaðan kemur nafnið og hvað merkir það.
Draupnir þýðir "sá sem af drýpur". Draupnir er ( eða var ) gylltur hringur Óðins í norrænni goðafræði. Hringur þessi var þannig í gerðinni að níunda hverja nótt drupu af honum átta aðrir gullhringir. Aðrir einkennisgripir Óðins eru atgeirinn Gugnir, hrafnarnir tveir Huginn og Muninn og hinn áttfætti hestur Sleipnir.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 12:54
Orð dagsins - feðraorlof - frábær reynsla
Feðraorlof er hin mesta snilld! Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi 1. ágúst s.l. að verða pabbi, reyndar ekki í fyrsta sinn, samtals eigum við hjónin nú 6 stráka. En ég er nú að taka feðraorlof í fyrsta sinn. Ég held að nú séu liðin 7 ár síðan feður gátu farið að taka orlof. Þvílíkt gæfuspor! Við feðgarnir, ég og Ýmir, erum búnir að vera heima í mánuð og eigum enn tvo eftir. Þetta er búið að vera mikil lífsreynsla og mjög gaman. Ég hafði hlakkað mikið til þessa tíma og var spenntur að sjá hvernig gengi. So far sooooooo goooood. Já þetta er ótrúlega gaman. Ég hreinlega trúi því ekki að nokkrir feður sleppi þessu einstæða tækifæri til að vera með barni sínu eða börnum! Ekki það að svífum á skýi og skemmtum okkur allan daginn. Nei það er svo sannarlega nóg að gera en þetta er bara svo gaman. Ég hélt reyndar að ég hefði kannski örlítið meiri tíma í ýmislegt, t.d. bloggið mitt, en eins og sést á bloggleysinu undanfarið þá var það hin mesta firra! Margir hafa eflaust einhverjar áhyggjur af starfinu sínu meðan þeir eru í orlofi, við kennarar hugsum t.d. um það hvort nemendur okkar séu í nógu góðum höndum. Ég er svo heppin að vita af mínum nemendum í betri höndum en mínum ef e-ð er þar sem betri helmingurinn af mér sinnir þeim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2008 | 21:06
Draupnir Rúnar fer á kostum
Já það verður ekki af félaga Draupni Rúnari skafið. Hann er hreint út sagt frábær í þessu myndbandi. Það er svo sem ekkert sem kemur á óvart, Draupnir hefur alltaf verið stórskemmtilegur strákur.
http://www.69.is/openlink.php?id=121250
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 06:48
Til hamingju
Þróttur í Neskaupstað Íslandsmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 07:12
Áfram Þróttur!!
Reykjavíkur-Þróttur jafnaði metin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar