Færsluflokkur: Bloggar

KFF - KA 0 -3, myndir

Okkar menn voru frekar daprir í dag gegn KA. Sigur KA strákanna var sanngjarn en kannski aðeins of stór. Þrjá lykilmenn vantaði í KFF: Jóa Benna, Andra Hjörvar og Daníel, og munaði svo sannarlega um þá. Fyrir vikið þurfti að endurskipuleggja miðju og vörn liðsins, eitthvað sem gekk ekki upp í dag. En það gengur bara betur næst, sumarið er búið að vera frábært og þetta var fyrsta tapið á Eskifirði í ár. Áfram KFF.

IMG 6865 (Large)

Menn voru þungt hugsi og neglur voru nagaðar!


Hörkuleikur! KFF óheppnir, en við höldum 2. sætinu!

Leikur KFF og Hauka var stórskemmtilegur. Tvö hörkulið þarna á ferðinni. Fjarðabyggð átti fleiri færi og voru óheppnir að sigra ekki. Tréverkið og glæsileg markvarsla bjargaði Hafnfirðingunum nokkrum sinnum. Haukamenn voru þó alltaf hættulegir í sóknum sínum en firnasterk vörn heimamanna stóð sig vel.............. nema einu sinni! Klaufalegt mark. Það skiptust á skin og skúrir í bókstaflegri merkingu í leiknum. Síðustu 10 til 15 mínútur fyrri hálfleiks fóru fram í gífurlegu úrhelli. Á myndunum í myndaalbúminu má vel sjá úrhellið. Rigningin fór líka illa með fókusseringu myndavélarinnar nokkrum sinnum. Njótið myndanna.
mbl.is Fjarðabyggð og Haukar skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn sigurinn á Eskifirði! Myndir frá leiknum.

Þetta var kannski ekki besti leikur sumarsins en..... who cares 3 stig í hús og strákarnir okkar komnir í 2. sætið. Frábært. Myndir frá leiknum í myndaalbúminu!

IMG 6372 (Large)

mbl.is Grétar tryggði Fjarðabyggð sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðafæri við toppinn en .. Selfoss - KFF 2-1

Ég sá því miður ekki nema síðustu 20 mínúturnar af leiknum. Strákarnir okkar pressuðu stíft í lokin en því miður vantaði herslumuninn. Ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur skal safna liði og taka bara næsta leik! Á fimmtudaginn koma Þórsarar í heimsókn. Þórsararnir verða eflaust dýrvitlausir enda  gengið frekar illa í sumar. Vonandi finna kapparnir okkar aftur sigurandann. Áfram KFF!

 

IMG 5340 [Desktop Resolution]

 


KFF-HK 3-2 Myndir

Enn halda strákarnir þeirra Heimis og Palla að koma á óvart. Í dag var gengið frá HK, 3-2. Reyndar var alveg óþarfi að gera hlutina svona erfiða í lokin með því að leyfa HK að skora tvö frekar ódýr mörk. Fjarðabyggð var mun sterkara liðið í dag, leyfði HK - ingum að dúlla með boltann útá velli en keyrði síðan á þá með skyndisóknum. Héraðsstubburinn Tounge , hann er reyndar um 1,90 á hæð, Högni Helgason skoraði tvö fyrstu mörkin og Ágúst Örn skoraði síðan það þriðja. Mikil og góð barátta var í liðinu allan tímann. Komnir með 13 stig og á fullt í toppbaráttuna. Svo er bara að taka Selfoss um næstu helgi. Frábært strákar og til hamingju!

 

IMG 5240 (Large)


KFF-ÍR 4-3 MYNDIR

Flottur sigur hjá KFF í kvöld gegn sprækum ÍR-ingum, 4-3. Gummi Bjarna (ekki fyrrum bæjarstjóri) með tvö, Grétar Ómars eitt og Gústi skoraði svo sigurmarkið í blálokin eftir góðan undirbúning Stefáns Þórs :-) Myndir í myndaalbúminu!

(1-0, 1-1, 1-2, 2-2, 3-2, 3-3, 4-3)

IMG 5120 (Large)

 


KFF - ÍA 4-2 myndir

Það er vel við hæfi að byrja bloggið á frábærum sigri KFF manna í gær, uppstigningardag. Mér finnst reyndar óþarfi að eyða mörgum orðum á leikinn, úrslitin segja sína sögu. Liðið stóð sig frábærlega og leikskipulag þeirra Heimis og Palla gekk fullkomlega upp. Í myndaalbúminu eru myndir og látum þær bara tala sínu máli. http://eysteinn-thor.blog.is/album/kff__a_42/

 

IMG 4812 (Large)


Kominn frá Japan!

Já kannski ég byrji að blogga smá aftur. Þó ekki nema til að segja að ég sé kominn heim frá Japan! Reyndar tæpt ár síðan!

Hiroshima

Þann 6. ágúst 1945, klukkan 08:15, sprakk fyrsta kjarnorkusprengjan sem notuð var gegn mannkyninu tæplega 600 metra hæð yfir miðborg Hiroshima. Á augnabliki rústaðist borgin og hátt í 100000 manns týndu lífinu. Tala sem átti eftir hækka um tugir þúsunda á næstu árum vegna áhrifa sprengingarinnar. Mannvonskan hafði tekið á sig nýja mynd.

Heimsóknin til Hiroshima var magnþrungin og tilfinningarík. M.a. skoðuðum við Hiroshima Peace Memorial Museum. Á safninu má sjá hversu ótrúlegt þetta hefur verið, myndir, munir o.fl. Ólýsanlegt í rauninni.

MiðborginIMG 1128 (Large) fyrir og  IMG 1130 (Large) eftir


Internetið er frábært - Eysteinn sensei í Nippon

Það er erfitt að vera svona fjarri ástvinum og fjölskyldu. Sérstaklega með litla prinsa skoppandi um á heimilinu. Á stundu sem þessari er Netið alveg frábært. Ástkær eiginkona mín InLove hefur sent mér frábærar myndir af fjörinu á heimilinu. Kíkið í fjölskyldu albúmið.

litill_brasari

Næsta síða »

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband