Færsluflokkur: Dægurmál

Söfnum fyrir lögbrjóta

Endilega stofnum reikninga fyrir alla lögbrjóta landsins og söfnum handa þeim, við Íslendingar erum svo gjafmildir! Hvað er eiginlega í gangi! Hannes hefur fengið dóma bæði hérlendis og erlendis fyrir afbrot. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð, sekt Hannesar er sönnuð og hann því lögbrjótur. Hann stal frá Halldóri Laxness og fleirum, sektin hans er örugglega lægri en tekjur hans af sölu á ævisögu Halldórs! Annars vona ég að þetta sé grín. Trúi ekki að fólk sé svona vitlaust!
mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - Salka Valka

Salka Valka er ein þekktasta og vinsælasta saga Halldórs Laxness og kannski upphafið að alþjóðlegri frægð hans. tilvitnunin í síðasta bloggi kemur einmitt frá Sölku: „ þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl.“ Á þetta ekki vel við einmitt í dag þegar allt er að fara til and.... í þjóðfélaginu. Hafa þarf fyrir hlutunum og ekki bara sitja með hendur í skauti og bíða!!

Gunnar vinur minn Þorsteinsson kom með góða tillögu að upphafsmanni orðanna - lífið er saltfiskur - Guðjón heitinn Marteinsson. Ekki efa ég að Gauji hefur örugglega oft sagt þetta ( allavega hugsað ) í saltfiskverkuninni í den Smile en upphafið kemur frá orðsnillingnum Halldóri Laxness.

„Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum.“ ( einnig úr Sölku Völku )

„Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina.“ ( Bjartur í Sumarhúsum - sjálfstætt fólk )

Orðsnilld.


Veðurblíða - Orð dagsins

Undanfarna daga hefur verið einmuna veðurblíða á öllu landinu. Veðrið og útsýnið er ég flaug frá Egilsstöðum til Reykjavíkur s.l. laugardag var frábært og flugið eftir því. Tók m.a. meðfylgjandi mynd úr flugvélinni. Náttúrufegurð landsins okkar er einstök og því helga ég Íslandi orð dagsins.

Ísland er land þitt

Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.

Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.

       Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir

 

???


« Fyrri síða

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband