Orð dagsins - Salka Valka

Salka Valka er ein þekktasta og vinsælasta saga Halldórs Laxness og kannski upphafið að alþjóðlegri frægð hans. tilvitnunin í síðasta bloggi kemur einmitt frá Sölku: „ þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl.“ Á þetta ekki vel við einmitt í dag þegar allt er að fara til and.... í þjóðfélaginu. Hafa þarf fyrir hlutunum og ekki bara sitja með hendur í skauti og bíða!!

Gunnar vinur minn Þorsteinsson kom með góða tillögu að upphafsmanni orðanna - lífið er saltfiskur - Guðjón heitinn Marteinsson. Ekki efa ég að Gauji hefur örugglega oft sagt þetta ( allavega hugsað ) í saltfiskverkuninni í den Smile en upphafið kemur frá orðsnillingnum Halldóri Laxness.

„Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum.“ ( einnig úr Sölku Völku )

„Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina.“ ( Bjartur í Sumarhúsum - sjálfstætt fólk )

Orðsnilld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Veistu úr hvaða meistaraverki þetta er ?

" Annars er það nú ekki beint hetjulegt að láta bera sig heim berrassaðan og hríðskjálfandi þótt menn fái sér dálítinn sundsprett"

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 28.3.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Þetta eru stórkarlaleg orð: Kannski Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni hafi sagt þetta.

Eysteinn Þór Kristinsson, 28.3.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Tilvitnun Maríu kveikir ekki Laxness  minningar hjá mér. Þetta minnir mig frekar á Árnabækurnar (kannski Gussa í Hrauni) og jafnvel Þegar við Kalli vorum strákar. Ég hef a.m.k. lesið þessi orð áður.

Kv. Lilja (p.s. veit að ég er skráð inn sem Eysteinn Þór

Eysteinn Þór Kristinsson, 29.3.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Hvað ert þú að laumast inn sem ég!! Nei nei allt í góðu..

Eysteinn Þór Kristinsson, 29.3.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband