1.4.2008 | 22:14
Orð dagsins í dag - Ýmir
Í dag er 1. apríl og yngsti sonurinn er 8 mánaða gamall. Já tíminn líður hratt ( á gervihnattaöld..... ), ótrúlega gaman að verða pabbi aftur svona á gam... meina þessum aldri. En orðið já - Ýmir, hver var það og hvaðan er nafnið komið. Ýmir var jötunn í norrænu goðafræðinni ( einnig nefndur Aurgelmir ), fyrsti jötuninn og frá honum eru allir jötnar komnir. Ýmir varð til þegar frost niflheims blandaðist eldum múspelsheims í ginnungagapi. Einnig varð kýrin Auðhumla til þegar þetta gerðist. Eitt afkvæmi Ýmis eignaðist Bestlu Bölþórsdóttir. Hún eignaðist 3 afkvæmi með Bori, syni Búra, sonar Auðhumlu; Óðin, Vila og Vé. Óðinn, Vili og Vé ákváðu síðar að skapa heiminn. Tóku þeir þá Ými, drápu hann og gerðu úr honum heiminn þannig:
- Hold Ýmis varð að löndum.
- Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum.
- Bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum.
- Beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum.
- Höfuðkúpa Ýmis varð að himninum.
- Augabrúnir Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð.
- Heili Ýmis varð að skýjum.
- Hár Ýmis varð að skógi
Geðsleg lýsing!
En kappinn er kominn á fleygiferð og ekkert óhult eins og sést á myndinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn. Gaman að lesa þessar nafnaskýringar þínar.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:55
Til hamingju með krúttímolann ykkar...okkar...ég á nú líka helling í honum sko...!
Knús á Nobbóinn okkar fallega
SigrúnSveitó, 2.4.2008 kl. 08:27
Eins gott að það þurfti ekki að nota hár Eysteins til að mynda skóg .
Sigrún Júlia (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:36
Það var gert Sigrún. Hefurðu ekki heyrt um gróðurhúsaáhrifin og uppgræðslu skóga vegna mengunar!
Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 20:18
Ó, ég hélt að Ýmir hefði orðið til þegar þú og Lilja ....
Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:47
Eysteinn Þór Kristinsson, 5.4.2008 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.