Ég og tónlist

Það er fátt( legg áherzlu á fátt ) skemmtilegra en að hlusta á góða tónlist. Ég vakti tiltölulega snemma athygli fyrir söngkunnáttu! Þegar ég var í 1. bekk hjá Halla heitnum Guðmundss. var ég eitt sinn tekinn upp ásamt Auðunni frænda mínum (  minnir reyndar að Fúsi Hansa hafi verið sá þriðji ), nú Halli bað okkur um að syngja e-ð fallegt lag sem ég man nú ekki nafnið á. Snögglega og snemma í laginu stoppar Halli Mandólínið og segir við okkur Fúsa, fáið þið ykkur bara sæti strákar en Auðunn þú mátt halda áfram! Eftir þetta hef ég ekki sungið opinberlegaWink. Síðan hef ég að mestu látið mér nægja að hlusta á góða tónlist. Segja má að ég sé alæta á tónlist þó eru tveir aðilar sem hafa haft hvað mest áhrif á hvað ég hlusta á. Það eru Jói Gunni bróðir og æskuvinur minn hann Þröstur Rafnsson. Ég stalst oft í plöturnar hjá bróður mínum og man en vel þegar hann fékk plötuna sem meðfylgjandi lag er á. Lagið er með uppáhaldshljómsveitinni minni, Queen, og kom fyrst út á plötunni "A Night At The Opera" árið 1975 að ég held. Mér finnst þetta vera ein allra besta plata sem ég hef heyrt. - A classic and a must have as they would say in UK. Lagið heitir 39 ( my age Tounge, not )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Já Queen er ein af þessum klassísku hljómsveitum sem lifir "tímans tönn" og mun lifa inní sögubækur framtíðarinnar.

Gísli Gíslason, 5.4.2008 kl. 22:57

2 identicon

Satt segir þú Eydi,Queen mun lifa áfram.Þú ættir að fá þér dvd diskinn með þeim þar sem þeir koma saman á tónleikum í Sheffield árið 2005 og þá með Paul Rodgers gamla brýnið úr Free og Bad Company í broddi fylkingar.Þó hann sé nú gjörólikur Mercury þá tókst honum að ná upp góðri stemningu.Enda einstaklega góður söngvari.Free hefur alltaf verið í miklu uppiáhaldi hjá mér.Sagan segir að May og Taylor hafi verið búnir að prufa um 100 söngvara til að syngja með þeim.Svo dúkkar Rodgers upp á einhverri æfingunni og þeir réðu hann á stundinni.En það nær engin Mercury bæði hvað varðar söng og sviðsframkomu.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Freddie er einn sá allra flottasti ef ekki sá flottasti. Svaka  Væri samt til í að kíkja á þennan disk félagi Gunnar. Átt þú diskinn?

Eysteinn Þór Kristinsson, 5.4.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er ekki hægt að hugsa sér Queen með öðrum en Freddie..........Hann var einfaldlega besti rokk söngvari sem uppi hefur verið.....

Einar Bragi Bragason., 5.4.2008 kl. 23:56

5 identicon

Það er allveg rétt hjá þér Einar,það er bara einn Freddy og engin kemur í hans stað.En mér finnst Paul Rodgers koma vel frá þessu.Bara gaman að sjá og heyra hann taka Queen lögin.

Jú Eysteinn,ég á þennan disk og þér er velkomið að fá hann að láni.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:59

6 identicon

sæll eistein.ég hef fetað tónlistar brautina ne það gekk ekki þegar maður var kominn með fjölskiltu því að þa' fór meiri tími í æfínga en fjölskiltuna gummi gistla gettur vitnað í það að ég tókk þátt í hljómsveitar keppini í atlavík 95 en við meikuðum þa' ekki en við hjéltum tónleika sama ár á firir hofsbal á vopnafirði og það var troð fult hús.smiðjan mínn er að sjálsögðu queen og u2 og sting og marg hofner clafton og svog hef ég farið mína eiginn leiðir í að semja tónlist þótt það hafi ekkér komið frá mér því að þetta er tómstöntar gaman hjá mér í dag en í þá gömludaga var mikkið gaman og skemtum við strákarnir sem voru með mér mjög mikkið  og höfðum gamann af.þess má getta að ég birjaði að glamra þegar bjarni trigva kenti mér þrjú grip og þá fór boltinn að snúast hjá mér og lærði meira með tímanum er orðinn frekkar rigðaðu í dag.kvéðja.sjoni

sigurjón antonsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 13:19

7 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sæll Sjonni. Sammála þér með Queen, Bono og félaga, ég er líka mjög mikill Dire  Straits maður og finnst Knopfler flottur með gítarinn.

http://youtube.com/watch?v=rhrqZP_qVyU

Clapton tók stundum lagið með Knopfler og félögum. Hér eru þeir reyndar að blúsa smá og snillingurinn Phil Collins er á trommunum.

Eysteinn Þór Kristinsson, 7.4.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband