Maður mánaðarins - Hálfdan Haraldsson

Það er ekkert hálfkák á hlutunum þegar Hálfdan tekur sig til og hann er heldur ekki Dani! Í dag verður efnt til útgáfuhátíðar í Egilsbúð í tilefni af útgáfu Norðfjarðarbókar sem Hálfdan hefur skrá og safnað efni í.

Í Norðfjarðarbók eru birtar þjóðsögur, sagnir og örnefnaskrár úr austustu byggð landsins: Norðfjarðarhreppi hinum forna ( Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, Sandvík og Suðurbæir ). Bókin er skyldueign allra Norðfirðinga og þeirra sem áhuga hafa á þjóðsögum. Í bókinni er einnig mikill fjöldi fallegra litmynda. Frábær bók í alla staði og mikið stórvirki.

Hálfdan er frá Þorvaldsstöðum á Langanesströnd en flutti til norðfjarðar árið 1952 og gerðist skólastjóri á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit. Þar var hann skólastjóri allt til ársins 1995.

Fyrst kynntist ég Hálfdani í gegnum vinnuna en eftir að að ég kvæntist Lilju, sem kenndi einn vetur hjá kappanum, höfum við einstöku sinnum kíkt í heimsókn til þeirra heiðurshjóna á Kirkjumel, Hálfdanar og Beggu. Þar kemur maður sko aldrei að tómum kofanum! Miklir öðlingar heim að sækja.

Hálfdan Haraldsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hálfdan á sannarlega þann heiður skilið að vera kjörinn maður mánaðarins.

Mikið vildi ég vera með ykkur öllum í firðinum fagra í dag og fagna Hálfdani og Beggu, og vera á skólamóti í kvella...ooooohhh...ég verð þarna í huganum!

Minntu elskulega konuna þína á að hún ætlaði að versla bók fyrir mig...og fá áritun!!

Kyss og knús...

SigrúnSveitó, 7.6.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Gott framtak og já verðug eign fyrir alla Norðfirðinga.

Gísli Gíslason, 12.6.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband