Dauðafæri við toppinn en .. Selfoss - KFF 2-1

Ég sá því miður ekki nema síðustu 20 mínúturnar af leiknum. Strákarnir okkar pressuðu stíft í lokin en því miður vantaði herslumuninn. Ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur skal safna liði og taka bara næsta leik! Á fimmtudaginn koma Þórsarar í heimsókn. Þórsararnir verða eflaust dýrvitlausir enda  gengið frekar illa í sumar. Vonandi finna kapparnir okkar aftur sigurandann. Áfram KFF!

 

IMG 5340 [Desktop Resolution]

 


KFF-HK 3-2 Myndir

Enn halda strákarnir þeirra Heimis og Palla að koma á óvart. Í dag var gengið frá HK, 3-2. Reyndar var alveg óþarfi að gera hlutina svona erfiða í lokin með því að leyfa HK að skora tvö frekar ódýr mörk. Fjarðabyggð var mun sterkara liðið í dag, leyfði HK - ingum að dúlla með boltann útá velli en keyrði síðan á þá með skyndisóknum. Héraðsstubburinn Tounge , hann er reyndar um 1,90 á hæð, Högni Helgason skoraði tvö fyrstu mörkin og Ágúst Örn skoraði síðan það þriðja. Mikil og góð barátta var í liðinu allan tímann. Komnir með 13 stig og á fullt í toppbaráttuna. Svo er bara að taka Selfoss um næstu helgi. Frábært strákar og til hamingju!

 

IMG 5240 (Large)


KFF-ÍR 4-3 MYNDIR

Flottur sigur hjá KFF í kvöld gegn sprækum ÍR-ingum, 4-3. Gummi Bjarna (ekki fyrrum bæjarstjóri) með tvö, Grétar Ómars eitt og Gústi skoraði svo sigurmarkið í blálokin eftir góðan undirbúning Stefáns Þórs :-) Myndir í myndaalbúminu!

(1-0, 1-1, 1-2, 2-2, 3-2, 3-3, 4-3)

IMG 5120 (Large)

 


KFF - ÍA 4-2 myndir

Það er vel við hæfi að byrja bloggið á frábærum sigri KFF manna í gær, uppstigningardag. Mér finnst reyndar óþarfi að eyða mörgum orðum á leikinn, úrslitin segja sína sögu. Liðið stóð sig frábærlega og leikskipulag þeirra Heimis og Palla gekk fullkomlega upp. Í myndaalbúminu eru myndir og látum þær bara tala sínu máli. http://eysteinn-thor.blog.is/album/kff__a_42/

 

IMG 4812 (Large)


Kominn frá Japan!

Já kannski ég byrji að blogga smá aftur. Þó ekki nema til að segja að ég sé kominn heim frá Japan! Reyndar tæpt ár síðan!

Hiroshima

Þann 6. ágúst 1945, klukkan 08:15, sprakk fyrsta kjarnorkusprengjan sem notuð var gegn mannkyninu tæplega 600 metra hæð yfir miðborg Hiroshima. Á augnabliki rústaðist borgin og hátt í 100000 manns týndu lífinu. Tala sem átti eftir hækka um tugir þúsunda á næstu árum vegna áhrifa sprengingarinnar. Mannvonskan hafði tekið á sig nýja mynd.

Heimsóknin til Hiroshima var magnþrungin og tilfinningarík. M.a. skoðuðum við Hiroshima Peace Memorial Museum. Á safninu má sjá hversu ótrúlegt þetta hefur verið, myndir, munir o.fl. Ólýsanlegt í rauninni.

MiðborginIMG 1128 (Large) fyrir og  IMG 1130 (Large) eftir


Internetið er frábært - Eysteinn sensei í Nippon

Það er erfitt að vera svona fjarri ástvinum og fjölskyldu. Sérstaklega með litla prinsa skoppandi um á heimilinu. Á stundu sem þessari er Netið alveg frábært. Ástkær eiginkona mín InLove hefur sent mér frábærar myndir af fjörinu á heimilinu. Kíkið í fjölskyldu albúmið.

litill_brasari

Eysteinn san í Japan

Reyndar er það Eysteinn sensei, því hér í Nippon eru kennarar ofarlega í virðingastiganum og því bæta Japanir orðinu sensei fyrir aftan nöfn okkar. Já dagskrá heimsóknarinnar til Japan hófst formlega í dag. Við erum 77 í mínum hópi og frá 25 löndum. Í rútuferð í dag sat ég t.d. hjá aðstoðarskólastjóra frá Eþíópíu. Í skólanum hans eru rúmlega 5000 nemendur! Bekkjardeildirnar eru líka örlítið fjölmennari en hjá okkur eða á bilinu 52 - 64! Síðan sat ég frá kollega frá Uzbekistan og Kazakstan á fyrirlestrinum í dag, svo eru þarna m.a. kennarar frá Úganda, Íran, El Salvador, Sri Lanka, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Tonga, Austurríki, Írlandi ofl. o.fl. á morgun förum við til Hiroshima, verðum þar í eina nótt, síðan tvær nætur í Kyoto, þá verður hópnum skipt upp og ég verð 5 daga í Ogaki-Gifu. Í síðasttöldu borginni heimsæki ég skóla og gisti m.a. inn á japönsku heimili í tvær nætur. Fór í tveggja klukkustunda japönsku kennslu í dag - svaka fjör.

Sayoonara Wink


Maður mánaðarins - Hálfdan Haraldsson

Það er ekkert hálfkák á hlutunum þegar Hálfdan tekur sig til og hann er heldur ekki Dani! Í dag verður efnt til útgáfuhátíðar í Egilsbúð í tilefni af útgáfu Norðfjarðarbókar sem Hálfdan hefur skrá og safnað efni í.

Í Norðfjarðarbók eru birtar þjóðsögur, sagnir og örnefnaskrár úr austustu byggð landsins: Norðfjarðarhreppi hinum forna ( Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, Sandvík og Suðurbæir ). Bókin er skyldueign allra Norðfirðinga og þeirra sem áhuga hafa á þjóðsögum. Í bókinni er einnig mikill fjöldi fallegra litmynda. Frábær bók í alla staði og mikið stórvirki.

Hálfdan er frá Þorvaldsstöðum á Langanesströnd en flutti til norðfjarðar árið 1952 og gerðist skólastjóri á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit. Þar var hann skólastjóri allt til ársins 1995.

Fyrst kynntist ég Hálfdani í gegnum vinnuna en eftir að að ég kvæntist Lilju, sem kenndi einn vetur hjá kappanum, höfum við einstöku sinnum kíkt í heimsókn til þeirra heiðurshjóna á Kirkjumel, Hálfdanar og Beggu. Þar kemur maður sko aldrei að tómum kofanum! Miklir öðlingar heim að sækja.

Hálfdan Haraldsson


1964

Já það fer ekki á mili mála að árið 1964 er ár síðustu aldar! (sbr. www.1964.is) Þau Bryndís og Gísli hafa aðeins velt fyrir sér einkennum okkar. en hvað gerðist 1964 annað en að við fæddumst, sem að sjálfsögðu var aðalatriðið.Smile Segja má að málshátturinn "Fall er fararheill" eigi vel við árið. Það byrjaði nefnilega ekkert gæfulega, strax föstudaginn þann 3. janúar fæddist Jón Einar frændi minn og ekki tók betra við hálfum mánuði síðar er félagi Bergvin fæddist (var allavega vinur minn áður en ég skrifaði þettaTounge og ég get engu breytt um Jón Einar, hann verður alltaf frændi minn Grin ). En síðan kom hver snillingurinn á fætur öðrum og sérstaklega er tekið eftir því hvað síðustu mánuðir ársins voru góðir! Wink En vissuð þið að árið 1964

Var fyrsta íslenska konan valin íþróttamaður ársins á Íslandi

Martin Luther King fékk friðarverðlaun Nóbels

Bítlarnir voru að sjálfsögðu hljómsveit ársins og sungu m.a. "I wanna hold your hand"  ( http://youtube.com/watch?v=lfsvE4j4ExA&feature=related )

Bonanza var vinsælast sjóvarpsþátturinn í USA (við vorum ekki komin með TV ) http://youtube.com/watch?v=kA-PdP4k4Xw

Fyrstu eldflauginni var skotið á loft frá Íslandi, það voru Frakkar sem gerðu það.

Karíus og Baktus komu út á íslenskri plötu. Jens! Jens! "Ekki gera eins og mamma þín segir þér"!

Commrad (Félagi) Brjésnef komst til valda í Sovét

Auðvitað er endalaust hægt að halda áfram en endum á einni frétt fyrir Auðunn frænda minn. Mér finnst alltof lítið af færeysku hér á síðunni.Tounge

om driften af hvilehjemmet Naina.

    § 1. Til raksturin av hvíldarheiminum Naina í Tórshavn letur landskassin árligan studning við játtan á fíggjarlógini. Ber heimið seg ikki við hesum studningi og øðrum inntøkum, eitt nú studningum frá kommunum og gjald frá sjúkrakøssum, verður hallið í fyrsta umfari at leggja út úr landskassanum og síðani býtt út á kommunurnar í mun til dagarnar, íbúgvarnir í viðkomandi kommunum hava verið í heiminum. Hevur kommuna latið beinleiðis studning, verður hesin tó at mótrokna.

    § 2. Studningur landskassans verður goldin fyrst í hvørjum fjórðingsári. Eisini kann verða goldin annar neyðugur rakstrarpeningur úr landskassanum.

    § 3. Skjótast gjørligt aftan á rakstrarárið er endað, sendir heimið roknskapin til landsstýrið og saman við honum tær upplýsingar, landsstýri krevur.
    Stk. 2. Fíggjarætlan verður komandi rakstrarár send landsstýrinum innan 1. juli árið fyri.

    § 4. Vistgjøld á heiminum skulu verða góðkend av landsstýrinum.

    § 5. Henda lóg fær gildi 1. apríl 1964.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband