Færsluflokkur: Bloggar

Orð dagsins - Þórbergur Þórðarson

Í gær voru 120 ár frá fæðingu meistara Þórbergs ( og á morgun á mágkona mín afmæli - þori ekki að segja hversu ung hún verður LoL ). Lífsreglur Þórbergs eru frábærlega skemmtilegar og vel framsettur texti ( hvernig finnst ykkur númer 14 og 18? ), fyllilega þess verðar að vera - Orð dagsins!


QUOTE
Með því að nú færist óðum nær skólavist minni og eg hefi náð fullum líkamlegum styrkleik aftur, sem eigi er vert að spilla, áset ég mér að lifa hér eftir samkvæmt því er hér greinir:

1.gr. Hugsa alla hluti sem eg tek til meðferðar á annað borð svo grandgæfilega og samviskusamlega og frumlega, sem mér frekast er auðið. Kosta ávalt kapps um að leita sannleikans í hverju sem er. Hafa ávalt eitthvert viðfangsefni til íhugunar. Varast að festa hugann við draumórakendar ímyndanir um mig.

2. Temja mér sterkan og óbilandi viljakraft. Gefast aldrei upp þótt erfiðleikar verði á vegi mínum. Herðast við hverja raun. Varast að skjóta fyrirætlunum mínum á frest.

3. Temja mér að muna.

4. Temja mér skarpa og næma athygli og nákvæma eftirtekt. Beina huganum óskiftum að hverju því er eg beini honum á annað borð að.

5. Tala ávalt hreina og ómengaða íslensku, þegar eg á að tala hana. Varast erlendar málslettur. Tala mjög skýrt með skaftfelskum framburði og hafa mentamannabrag á máli mínu.

6. Temja mér mentamannasnið, fallegar hreyfingar og einbeittar.

7. Vera ávalt blátt áfram, einurðargóður og ófeiminn við hvern sem er.

8. Vera iðjusamur. Vinna aldrei skemur en 10 klst. Á virkum dögum og 6 klst. Á helgum. Öll mín vinna á að hníga að því að afla mér mikillar þekkingar á íslenskri tungu, íslenskum bókmenntum og sögu Íslands, ásamt öðrum greinum, sem þar að lúta. Eg skal ávalt sækja allar þær kenslustundir, sem  mér ber að rækja við háskólann og vera jafnan svo vel undir hverja þeirra búinn, sem mér er frekast auðið.

9. Fara aldrei síðar á fætur en kl. 10 f.h.; vera þá klæddur og ganga hratt undir beru lofti kl 10-10 ½ f.h. Ganga síðan ½ klst. eftir hvern miðdegisverð. Loks skal eg ganga hratt úti ½ klst. að kveldinu, annað hvort rétt fyrir eða  eftir kvöldverð. – Hlaupa skal eg 8-10 mín. Daglega, um eitthvert skeið dags. Þessu má þó sleppa er eg vinn erfiðisvinnu.

10. Iðka allar Mullersæfingar daglega ásamt baði í vatni, sjó eða snjó. Einnig skal eg hefja stundarþungan stein 25 sinnum á loft með hvorri hendi daglega. Boxæfingu 20 sinnum með báðum höndum daglega. Axlaræfingu (handleggjasveiflur) 25 sinnum með báðum höndum daglega. Æfingarnar skal eg gera kl. 10-11 f.h.

11. Ganga beinn og fallega.

12. Iðka öndunaræfingar eigi sjaldnar en 6 sinnum og í 6 lotum daglega.

13. Sofa ávalt fyrir opnum glugga.

14. Vera aldrei lengur en 14 daga í sömu nærfötunum.

15. Bursta tennur kvelds og morgna.

16. Sofa helst eigi skemur en 7 klst. á sólarhring.

17. Reykja eigi meira en 3 pípur daglega, hvort sem þær eru smáar eða stórar og hvernig sem tóbakið er. Í þeirra stað gilda 3 vindlar eða 4 sígarettur.

18. Fremja eigi oftar samræðisverknað en þrisvar í mánuði, 10., 20., og síðasta hvers mánaðar og aldrei meira en einu sinni í hvert sinn.

19. Reglur þessar ganga í gildi 1. september 1916, kl.6 f.h. og skuldbind eg mig til að framfylgja þeim þannig óbreyttum  um þriggja ára skeið, eða til 1. sept. 1919, og er mér óleyfilegt að breyta þeim, hvort heldur er í smáu eða stóru. Heiti eg hér með að framfylgja þeim dyggilega frá þessari stundu, hvort sem móti mér blæs eða með.

Skráðar að Núpi í Dýrafirði, 1. september, 1916 og lögleiddar á ferð um fjallveginn milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, 3. sept., kl.10 e.h.

Þórbergur Þórðarson


Orð dagsins - vísnagáta

Vísnagátur eru skemmtilegar, allavega þegar maður veit svarið LoL 

Pálmasunnudagur er á sunnudaginn ( síðasti sunnudagur fyrir Páska). Biblían segir okkur að á Pálmasunnudegi hafi Jesús haldið innreið sína í Jerúsalem.

Nú langar mig að leggja fyrir lesendur síðunnar gátu. Ráðningin tengist ofangreindum atburði, en við lausn gátunnar kemur sama orðið fyrir þrisvar sinnum. Eitt er falið í fyrsta orðinu, annað í afgangi fyrstu línunnar og það þriðja í línum tvö og þrjú.

Hvaða orð er að finna í þrígang sem lausnarorð í eftirfarandi vísnagátu:

Drykkjargutl og grófast last um gáfna hagi.
Forðum daga varð á vegi,
víst á Pálmasunnudegi.

Hugmyndir að svörum setjist í athugasemdir. Lausnin birtist svo eftir nokkra daga.


Í dag er það málsháttur.

Konan mín er alveg frábær Heart. Iðjuleysi er ekki til í hennar orðabók. Ég ætla að tileinka minni ástkæru eiginkonu málshátt dagsins.

Iðni er auðnu móðir


Life is a pitch!!!

Smá breyting á orðatiltækinu Smile en eftir að hafa séð heimavöll þeirra Wigan kappa held ég að við getum sagt:

Life is a pitch í stað bitch!


mbl.is Arsene Wenger: Eigum góða möguleika á titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansans........

Ekki var þetta nógu gott. Kjörið tækifæri fór þarna forgörðum til að ná 4 stiga forskoti á toppinum. En ég hef fulla trú á að við klárum þetta í vor.
mbl.is Þriðja jafnteflið í röð hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð

Í íslenskunni ætla ég að hafa ljóð í dag. Ég rakst á þetta ljóð um daginn og það heillaði mig strax. Myndrænt og fallegt. Ljóðið er eftir austfirðinginn Kristján frá Djúpalæk. Kristján var mágur Halfdánar á Kirkjumel, sem sagt bróðir Beggu Smile. ( Kristján var fæddur að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu. Þetta landssvæði er austan Langaness og kallast Langanesströnd eða bara Ströndin af heimafólki og er við Bakkaflóa. ) ( Tekið af wikipedia )

Lækurinn (Fljúgandi myrkur)

Lækurinn minn söngglaði
syngur ekki meir,
í sumar voru lög hans
svo unaðslega þýð.
Nú er kominn febrúar
með frost og rosatíð
og fleiri en læknum
döpur næturvaka.
Vetur hefur keflað hann með klaka

Auðvitað

Ég er búinn að bíða eftir því í allan dag að fá álit SAF á tapinu. Auðvitað var þetta allt dómaranum að kenna - it always is Smile
mbl.is Alex Ferguson: Dómgæslan fáránleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli, málshættir, orðatiltæki ofl.

Ég hef alltaf verið hrifinn af spakmælum, málshátttum, orðatiltækjum og bara almennri góðri orðanotkun. Það er því tilvalið að nota þennan vettvang til að fá smá útrás. Þar sem ég er kennari að mennt ákvað ég að byrja á eftirfarandi spakmæli:

Þekkingarþráin er öllum mönnum í blóð borin.
( Aristóteles )

Forvitni eða þekkingarþrá? Hver er munurinn?


Hvað er pólitík og hvað ekki.

Yfirlýsing Bjarkar er náttúrulega hápólitísk, þ.e. að tileinka Tíbetum lagið DI. Sérstaklega þegar skoðað er hvar og hvenær hún er sett fram. Ef við höfum skoðanir þá erum við pólitísk - er það ekki. En það þarf kannski ekki að þýða að við séum stjórnmálamenn, eða hvað.


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fab - Fla

Stráklingarnir Fabregas og Flamini sýndu kempunum á miðjunni hjá Milan svo sannarlega hvernig á að gera hlutina. Kaka og Pirlo áttu ekki séns. Aldurinn er farinn að segja til sín hjá Maldini og fleirum í Milan liðinu, hápressa Arsenal keyrði Ítalina út. Frábær sigur og vonandi endum við keppnina með sigri í Moskvu í maíWink
mbl.is Arsenal vann frækinn 2:0 sigur í Mílanó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband