Virk hlustun!

Er þetta ekki það sama! Þ.e. veita viðmælandanum tilhlýðilega athygli. 

Þessu "stal" ég frá kennsluaðferðameistaranum Ingvari Sigurgeirssyni ( http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Grunnskolinn/fasogframkomahandrit.htm ), ( Úr Litróf kennsluaðferðanna

Virk hlustun

Eitt af því sem allir kennarar verða að tileinka sér er það sem kallað hefur verið virk hlustun (active listening). Virka hlustun má gefa til kynna með margvíslegum hætti. Í fyrsta lagi að sýna með látæði að verið sé að veita því athygli sem aðrir segja, t.d. með svipbrigðum, með því að horfa með athygli á þann sem talar eða með því að kinka kolli. Virka hlustun má einnig sýna með því að bregðast við því sem sagt er, byggja á því eða leggja út af því. Smáatriði, eins og að taka sér í munn nafn þess sem lagði eitthvað af mörkum, getur einnig skipt máli. Að umorða það sem nemandi hefur sagt og spyrja hvort þetta sé skilið er einnig aðferð til að gefa til kynna að því hafi verið veitt athygli sem sagt var. Virka hlustun má einnig sýna með því að biðja aðra að bregðast við því sem nemandinn hafði fram að færa.

Virk hlustun er mikilvæg bæði til þess að sýna nemendum að framlag þeirra sé mikils virði, sem væntanlega hvetur þá til dáða, sem og vegna þess að þess er að í þessu efni er kennarinn nemendum mikilvæg fyrirmynd. Aldrei verður nógu oft hamrað á því hve mikilvægt er að kenna nemendum að hlusta á aðra og taka tillit til þeirra.


mbl.is ADHD: Hjartanærandi aðferðir gefast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - Spakmæli

"Við erum góð í því sem við höfum gaman af að gera."

Brandari þetta víti.

Var að sjá vítaspyrnudóminn aftur. Hvernig í ósköpunum gat maðurinn dæmt víti á þetta!!!!!!!!
mbl.is Wenger: Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - EF

Já við Nallarar  verðum enn einu sinni á leiktíðinni að bíta í súra eplið.  Oft segjum við ef þetta........ og ef hitt...... Það á kannski vel við okkur Arsenal menn að segja nú ef....... Oft er sagt að mistök dómara jafni sig út yfir heilt tímabil. Ég held samt að við Nallarar hljótum að efast allavega um s.l. sex vikur en ansi margt hefur unnið gegn okkur á því tímabili. Þá kemur að þessu EF:

Í leiknum gegn Birmingham er Eduardo fótbrotnaði - vítaspyrna dæmd á Arsenal að venjulegum leiktíma loknum, var ekki víti - niðurstaðan 2 töpuð stig ( jafntefli í stað sigurs )

Í leiknum gegn Middlesboro - löglegt mark tekið af Arsenal, Boro menn skora ólöglegt mark - niðurstaðan jafntefli - 2 töpuð stig

Leikurinn gegn Chelsea - við töpuðum, Drogba jafnar með ólöglegu marki ef....... - niðurstaðan 3 stig töpuð??

Meistardeildarleikurinn gegn Liverpool á Emirates - dómarinn sleppti á einhvern óútskýranlegan hátt augljósri vítaspyrnu - niðurstaðan jafntefli í stað?? kannski sigurs, eftir hefði verið að skora úr vítinu!

Deildarleikurinn gegn Liverpool - áttum við að fá víti er Lucas togaði Fabregas niður?  Niðurstaðan jafntefli í stað ?? Fannst við reyndar ekki eiga neitt meira skilið en eitt stig.

Seinni meistaradeildarleikurinn gegn Liverpool - Púllarar fá víti í lokin, var það víti? Efþað var víti geta menn verið sammála því að við áttum að fá víti í hinum tveimur leikjunum gegn Liverpool.

Þannig að EF hlutirnir hefðu fallið aðeins betur með okkur undanfarið væri kannski staðan önnur - enn á toppi deildarinnar og kannski í undanúrslitum meistaradeildarinnar.

EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - EF - 


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - sunnudagur

Á sunnudegi er viðeigandi að sunnudagur sé orð vikunnar. Eða hvað? Sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar, dagurinn á eftir laugardegi og á undan mánudegi. En þetta vissuð þið væntanlegaWinkSunnudagur heitir í höfuðið á sólinni sem einnig kallast sunna, þetta vissuð þið væntanlega líka........ en vissuð þið að allir mánuðir sem hefjast á sunnudegi innihalda föstudaginn þrettánda mu ha ha, mu ha ha Devil Sick.


Ég og tónlist

Það er fátt( legg áherzlu á fátt ) skemmtilegra en að hlusta á góða tónlist. Ég vakti tiltölulega snemma athygli fyrir söngkunnáttu! Þegar ég var í 1. bekk hjá Halla heitnum Guðmundss. var ég eitt sinn tekinn upp ásamt Auðunni frænda mínum (  minnir reyndar að Fúsi Hansa hafi verið sá þriðji ), nú Halli bað okkur um að syngja e-ð fallegt lag sem ég man nú ekki nafnið á. Snögglega og snemma í laginu stoppar Halli Mandólínið og segir við okkur Fúsa, fáið þið ykkur bara sæti strákar en Auðunn þú mátt halda áfram! Eftir þetta hef ég ekki sungið opinberlegaWink. Síðan hef ég að mestu látið mér nægja að hlusta á góða tónlist. Segja má að ég sé alæta á tónlist þó eru tveir aðilar sem hafa haft hvað mest áhrif á hvað ég hlusta á. Það eru Jói Gunni bróðir og æskuvinur minn hann Þröstur Rafnsson. Ég stalst oft í plöturnar hjá bróður mínum og man en vel þegar hann fékk plötuna sem meðfylgjandi lag er á. Lagið er með uppáhaldshljómsveitinni minni, Queen, og kom fyrst út á plötunni "A Night At The Opera" árið 1975 að ég held. Mér finnst þetta vera ein allra besta plata sem ég hef heyrt. - A classic and a must have as they would say in UK. Lagið heitir 39 ( my age Tounge, not )

 


The Milan way

Jæja ekki tókst þettta í kvöld, þökk sé Bendtner! og svo á einhvern óskiljanlegan hátt tókst dómaranum að dæma EKKIvíti þegar Hleb var dreginn niður. En eins og síðast  þá munum við fara " the hard way" - or "The Milan way". Við verðum sem sagt bara að leggja púllarana í Lifrarpolli.Smile Wink LoL Tounge Devil  Go, go Gunners
mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins - Meistaradeildin

Í gær hófust 8 liða úrslit meistaradeildarinnar með tveimur slökum leikjum, fjögurra lélegra liða......Wink  nei, nei auðvitað eru þetta allt frábær lið og maður á að sjálfsögðu alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum. Aðalleikurinn er þó í kvöld er mínir menn taka á móti Lifrarpollurunum á heimsins flottasta leikvangi, Emirates. Vonandi nær gestrisnin ekki lengra en að hliðarlínunni og við sendum þá aftur til bítlaborgarinnar með skottið á milli lappanna....... vonandi. Þetta verður eflaust hörkuleikur en go, go Gunners.

Orð dagsins í dag - Ýmir

Í dag er 1. apríl og yngsti sonurinn er 8 mánaða gamall. Já tíminn líður hratt ( á gervihnattaöld..... ), ótrúlega gaman að verða pabbi aftur svona á gam... meina þessum aldriGrin. En orðið já - Ýmir, hver var það og hvaðan er nafnið komið. Ýmir var jötunn í norrænu goðafræðinni ( einnig nefndur Aurgelmir ), fyrsti jötuninn og frá honum eru allir jötnar komnir. Ýmir varð til þegar frost niflheims blandaðist eldum múspelsheims í ginnungagapi. Einnig varð kýrin Auðhumla til þegar þetta gerðist.  Eitt afkvæmi Ýmis eignaðist Bestlu Bölþórsdóttir. Hún eignaðist 3 afkvæmi með Bori, syni Búra, sonar Auðhumlu; Óðin, Vila og . Óðinn, Vili og Vé ákváðu síðar að skapa heiminn. Tóku þeir þá Ými, drápu hann og gerðu úr honum heiminn þannig:

  • Hold Ýmis varð að löndum.
  • Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum.
  • Bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum.
  • Beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum.
  • Höfuðkúpa Ýmis varð að himninum.
  • Augabrúnir Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð.
  • Heili Ýmis varð að skýjum.
  • Hár Ýmis varð að skógi
  • Geðsleg lýsing!

    En kappinn er kominn á fleygiferð og ekkert óhult eins og sést á myndinni. Smile

    IMG 3910 (Large)


Orðið - Þróttur

Þróttur er orð dagsins í dag. Þróttur þýðir m.a. afl, kraftur, dugur, þrek og hreysti. Þróttur er líka eitt af nöfnum æðsta goðsins Óðins. En Þróttur er líka uppáhalds íþróttafélagið mitt. Íþróttafélagið Þróttur var stofnað 1923 og erum við því 85 ára í ár! Í myndaalbúmin er nú komi albúm með nokkrum myndum sem tengjast Þrótti.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eysteinn Þór Kristinsson
Eysteinn Þór Kristinsson
Hef skoðanir á öllu og þykist vita allt betur en aðrir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband