Færsluflokkur: Menning og listir
11.4.2008 | 17:42
Orð dagsins - Spakmæli
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 22:37
Ég og tónlist
Það er fátt( legg áherzlu á fátt ) skemmtilegra en að hlusta á góða tónlist. Ég vakti tiltölulega snemma athygli fyrir söngkunnáttu! Þegar ég var í 1. bekk hjá Halla heitnum Guðmundss. var ég eitt sinn tekinn upp ásamt Auðunni frænda mínum ( minnir reyndar að Fúsi Hansa hafi verið sá þriðji ), nú Halli bað okkur um að syngja e-ð fallegt lag sem ég man nú ekki nafnið á. Snögglega og snemma í laginu stoppar Halli Mandólínið og segir við okkur Fúsa, fáið þið ykkur bara sæti strákar en Auðunn þú mátt halda áfram! Eftir þetta hef ég ekki sungið opinberlega. Síðan hef ég að mestu látið mér nægja að hlusta á góða tónlist. Segja má að ég sé alæta á tónlist þó eru tveir aðilar sem hafa haft hvað mest áhrif á hvað ég hlusta á. Það eru Jói Gunni bróðir og æskuvinur minn hann Þröstur Rafnsson. Ég stalst oft í plöturnar hjá bróður mínum og man en vel þegar hann fékk plötuna sem meðfylgjandi lag er á. Lagið er með uppáhaldshljómsveitinni minni, Queen, og kom fyrst út á plötunni "A Night At The Opera" árið 1975 að ég held. Mér finnst þetta vera ein allra besta plata sem ég hef heyrt. - A classic and a must have as they would say in UK. Lagið heitir 39 ( my age , not )
Menning og listir | Breytt 11.4.2008 kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2008 | 09:03
Orð dagsins - Meistaradeildin
30.3.2008 | 13:38
Orð dagsins - lóan er komin
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. |
Fyrstu stelkarnir sáust í Hornafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2008 | 08:18
Orð dagsins - Nafnagáta
Mig minnir að karl faðir minn hafi laumað þessari vísu að mér. Í hverri línu er að finna eitt karlmannsnafn:
Einn í dufti ávallt skríður
annar skort á mörgu líður
oft hinn þriðja eykir draga
auga úr kind vill fjórði naga
er sá fimmti aðkomandi
ætla ég sjötti í veggnum standi
sjöundi gamall alltaf er
áttunda á hverri nál þú sérð
níundi múgur nefnist manns
nafn ber tíundi skaparans
ellefti verður aldrei beinn
á þeim tólfta er saur ei neinn.
28.3.2008 | 10:17
Orð dagsins - Salka Valka
Salka Valka er ein þekktasta og vinsælasta saga Halldórs Laxness og kannski upphafið að alþjóðlegri frægð hans. tilvitnunin í síðasta bloggi kemur einmitt frá Sölku: þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl. Á þetta ekki vel við einmitt í dag þegar allt er að fara til and.... í þjóðfélaginu. Hafa þarf fyrir hlutunum og ekki bara sitja með hendur í skauti og bíða!!
Gunnar vinur minn Þorsteinsson kom með góða tillögu að upphafsmanni orðanna - lífið er saltfiskur - Guðjón heitinn Marteinsson. Ekki efa ég að Gauji hefur örugglega oft sagt þetta ( allavega hugsað ) í saltfiskverkuninni í den en upphafið kemur frá orðsnillingnum Halldóri Laxness.
Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum. ( einnig úr Sölku Völku )
Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina. ( Bjartur í Sumarhúsum - sjálfstætt fólk )
Orðsnilld.
27.3.2008 | 16:39
Orð dagsins - Lífið er saltfiskur
14.3.2008 | 10:25
Orðið í dag - Vísnagáta aftur
María vinkona mín Bjarnadóttir er mjög hrifin af vísnagátum og var ekki lengi að leysa þessa með asnann en hvernig skyldi henni ganga núna? Á www.djupivogur.is er að finna nokkrar vísnagátur, m.a. þessa er fer hér á eftir. Sama orðið er að finna í öllum línunum ( lína 2 er erfið nema fólk sé kunnugt staðháttum í Berufirði ).
Verður augum oft að bráð,
austan Berufjarðar sést.
ferðast vítt um loft og láð,
læra milli unir bezt.
endilega skellið hugmyndum að svari í athugasemdir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar