Færsluflokkur: Lífstíll
20.6.2008 | 15:13
Eysteinn san í Japan
Reyndar er það Eysteinn sensei, því hér í Nippon eru kennarar ofarlega í virðingastiganum og því bæta Japanir orðinu sensei fyrir aftan nöfn okkar. Já dagskrá heimsóknarinnar til Japan hófst formlega í dag. Við erum 77 í mínum hópi og frá 25 löndum. Í rútuferð í dag sat ég t.d. hjá aðstoðarskólastjóra frá Eþíópíu. Í skólanum hans eru rúmlega 5000 nemendur! Bekkjardeildirnar eru líka örlítið fjölmennari en hjá okkur eða á bilinu 52 - 64! Síðan sat ég frá kollega frá Uzbekistan og Kazakstan á fyrirlestrinum í dag, svo eru þarna m.a. kennarar frá Úganda, Íran, El Salvador, Sri Lanka, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Tonga, Austurríki, Írlandi ofl. o.fl. á morgun förum við til Hiroshima, verðum þar í eina nótt, síðan tvær nætur í Kyoto, þá verður hópnum skipt upp og ég verð 5 daga í Ogaki-Gifu. Í síðasttöldu borginni heimsæki ég skóla og gisti m.a. inn á japönsku heimili í tvær nætur. Fór í tveggja klukkustunda japönsku kennslu í dag - svaka fjör.
Sayoonara
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2008 | 12:54
Orð dagsins - feðraorlof - frábær reynsla
Feðraorlof er hin mesta snilld! Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi 1. ágúst s.l. að verða pabbi, reyndar ekki í fyrsta sinn, samtals eigum við hjónin nú 6 stráka. En ég er nú að taka feðraorlof í fyrsta sinn. Ég held að nú séu liðin 7 ár síðan feður gátu farið að taka orlof. Þvílíkt gæfuspor! Við feðgarnir, ég og Ýmir, erum búnir að vera heima í mánuð og eigum enn tvo eftir. Þetta er búið að vera mikil lífsreynsla og mjög gaman. Ég hafði hlakkað mikið til þessa tíma og var spenntur að sjá hvernig gengi. So far sooooooo goooood. Já þetta er ótrúlega gaman. Ég hreinlega trúi því ekki að nokkrir feður sleppi þessu einstæða tækifæri til að vera með barni sínu eða börnum! Ekki það að svífum á skýi og skemmtum okkur allan daginn. Nei það er svo sannarlega nóg að gera en þetta er bara svo gaman. Ég hélt reyndar að ég hefði kannski örlítið meiri tíma í ýmislegt, t.d. bloggið mitt, en eins og sést á bloggleysinu undanfarið þá var það hin mesta firra! Margir hafa eflaust einhverjar áhyggjur af starfinu sínu meðan þeir eru í orlofi, við kennarar hugsum t.d. um það hvort nemendur okkar séu í nógu góðum höndum. Ég er svo heppin að vita af mínum nemendum í betri höndum en mínum ef e-ð er þar sem betri helmingurinn af mér sinnir þeim!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2008 | 17:42
Orð dagsins - Spakmæli
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 22:37
Ég og tónlist
Það er fátt( legg áherzlu á fátt ) skemmtilegra en að hlusta á góða tónlist. Ég vakti tiltölulega snemma athygli fyrir söngkunnáttu! Þegar ég var í 1. bekk hjá Halla heitnum Guðmundss. var ég eitt sinn tekinn upp ásamt Auðunni frænda mínum ( minnir reyndar að Fúsi Hansa hafi verið sá þriðji ), nú Halli bað okkur um að syngja e-ð fallegt lag sem ég man nú ekki nafnið á. Snögglega og snemma í laginu stoppar Halli Mandólínið og segir við okkur Fúsa, fáið þið ykkur bara sæti strákar en Auðunn þú mátt halda áfram! Eftir þetta hef ég ekki sungið opinberlega. Síðan hef ég að mestu látið mér nægja að hlusta á góða tónlist. Segja má að ég sé alæta á tónlist þó eru tveir aðilar sem hafa haft hvað mest áhrif á hvað ég hlusta á. Það eru Jói Gunni bróðir og æskuvinur minn hann Þröstur Rafnsson. Ég stalst oft í plöturnar hjá bróður mínum og man en vel þegar hann fékk plötuna sem meðfylgjandi lag er á. Lagið er með uppáhaldshljómsveitinni minni, Queen, og kom fyrst út á plötunni "A Night At The Opera" árið 1975 að ég held. Mér finnst þetta vera ein allra besta plata sem ég hef heyrt. - A classic and a must have as they would say in UK. Lagið heitir 39 ( my age , not )
Lífstíll | Breytt 11.4.2008 kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.3.2008 | 22:04
Veðurblíða - Orð dagsins
Undanfarna daga hefur verið einmuna veðurblíða á öllu landinu. Veðrið og útsýnið er ég flaug frá Egilsstöðum til Reykjavíkur s.l. laugardag var frábært og flugið eftir því. Tók m.a. meðfylgjandi mynd úr flugvélinni. Náttúrufegurð landsins okkar er einstök og því helga ég Íslandi orð dagsins.
Ísland er land þitt
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar